Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2008 | 21:59
Ekki með númer!!! BULL OG MEIRA BULL!!!
Ef þessir aular þykjast ekki hafa númer þá eru þeir ekki lögreglumenn.
Hví segi ég það?
Jú því samkvæmt reglugerð nr8/2007 er ein góð grein og er hún eftirfarandi
10. gr.
Lögreglunúmer.
Allir lögreglumenn, sem lokið hafa prófi frá Lögregluskóla ríkisins, svo og lögreglunemar, skulu fá úthlutað fjögurra stafa lögreglunúmeri. Ríkislögreglustjóri annast úthlutun lögreglunúmera og haldast þau óbreytt meðan lögreglumenn eru í starfi.
Fyrstu tveir stafir númersins ráðast af byrjunarári í lögreglu en tveir þeir síðari segja til um röðun þeirra sem ráðnir eru á sama ári. Ef tveir eða fleiri byrja á sama tíma skal sá sem eldri er fá lægra númer.
Númerin skulu vera ísaumuð gylltum þræði í svartan efnisbút, sem er 25 x 47 mm í þvermál. Númerin eru 12 mm á hæð og 37 mm á lengd (4 tölustafir). Letrið skal vera gyllt blokkskrift. Lögreglunúmer skal festa á smeyga lögreglumanna. Lögreglunúmer er ekki notað á jakka 1.
Afleysingamenn og héraðslögreglumenn fá úthlutað svokölluðu H-númeri, sem er númer sem byrjar á bókstafnum H og hlaupandi númeraröð (H001-H9999), sem raðað er eftir skráðum byrjunardegi. Þegar tveir eða fleiri eru ráðnir á sama tíma gildir sama regla og um fastráðna lögreglumenn. Afleysingamenn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, svo og héraðslögreglumenn, bera ekki lögreglunúmer á einkennisfatnaði sínum.
Aldrei má úthluta lögreglunúmeri sem annar maður hefur borið. Á þetta jafnt við um alla lögreglumenn hvernig sem ráðningarform hefur verið. Ríkislögreglustjóri getur sett nánari reglur um lögreglunúmer.
Þannig að ef einkennisklæddur "apaköttur" þykist ekki hafa númer þá skal hiklaust kalla til lögreglumann sem auðsjáanlega hefur númer og kæra þann númerslausa fyrir að villa á sér heimildir þar sem hann er auðsjáanlega að brjóta 117.gr laga nr 19 frá 1940 en hún er svona
117. gr. Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi notar opinberlega eða í ólögmætum tilgangi einkenni, merki eða einkennisbúning, sem áskilinn er íslenskum eða erlendum stjórnvöldum eða hermönnum, eða einkenni, merki eða búning, sem er svo áþekkur hinum ofannefndu, að hætta er á, að á verði villst, skal sæta sektum.
Til vara ætla ég þá að setja 116gr sömu laga
116. gr. Hver, sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]1) eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum.
Svona er þetta að sinni þar sem ég fann ekki í lagasafninu greinina sem fjallar um ólögmæta eyðingu sönnunargagna.
Munið svo að allir lögreglumenn eru með númer hversu mikið eða lítið þeir eru skreyttir.
Svo sagði pabbi mér að svona vinnubrögð væru ekki stétt sinni til sóma og minni ég á pistil gærdagsins um það mál.
http://1kaldi.blog.is/blog/1kaldi/entry/518898/
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt 26.4.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svona í tilefni atburða síðustu daga finst mér við hæfi að byrta hér viðtal sem tekið var við pabba þegar hann var að láta af störfum sem aðstoðarvarðstjóri hjá embætti lögreglustjórans á Snæfellsnesi, Október 2005.
Skessuhorn: |
Óli stormur sestur í helgan stein |
27. október 2005 |
Ólafur Arnar Ólafsson lögreglumaður í Stykkishólmi hefur látið af störfum eftir áratuga þjónustu við Snæfellinga. Ólafur, sem er betur þekktur undir nafninu Óli stormur, hóf fyrst störf í lögreglunni árið 1972 en lauk námi í Lögregluskólanum árið 1974. Um síðustu mánaðamót lét hann af störfum vegna aldurs og af því tilefni var honum haldið hóf í veitingahúsinu Krákunni í Grundarfirði. |
Ólafur segir feril sinn í lögreglunni hafa í raun hafist árið 1960 þegar Lúther Salómonsson kallaði hann sér til aðstoðar vegna fjöldaslagsmála. Voru þar skildir að tugir manna sem voru í blóðugum slagsmálum. Í þá daga var Ólafur sjómaður og í framhaldinu aðstoðaði hann lögregluna um árabil í landlegum. Hann segir verbúðalíf hafa verið um árabil mjög skrautlegt á Snæfellsnesi og þar hafi oft komið til ryskinga þegar menn gerðu sér glaðan dag. Löngum hafi lögreglumenn á Snæfellsnesi verið einir að störfum og því hafi hlutskipti þeirra verið erfitt því ekki hafi verið gott að standa einn andspænis tugum eða hundruðum manna sem voru að skemmta sér. Því hafi oft reynt á langlundargeð og samningalipurð lögreglumanna. Lítill neisti hafi getað kveikt mikið ófriðarbál sem oft hafi verið erfitt að slökkva.
Batnandi bæjarbragur
Ólsarar og Sandarar áttu sjaldnast skap saman þegar Bakkus var meðreiðarsveinn þeirra. Ekki veit Ólafur hvers vegna svo var en staðfestir að sjaldnast hafi íbúar þessara staða getað skemmt sér undir sama þaki án þess að fjöldaslagsmál fylgdu í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hafi aldrei slasast við störf sín segir Ólafur svo ekki vera. Þar hafi líkamlegt atgerfi hans trúlega hjálpað til og útsjónarsemi. Það gat líka verið tímafrekt að stilla til friðar. Ólafur rifjar upp að einu sinni hafi hann við annan mann þurft að fjarlægja á annað hundrað manns úr verbúð í Ólafsvík. Það hafi tekið rúma tvo tíma en það hafi gengið slysalaust fyrir sig í það skiptið. Nokkrum dögum síðar hafi sú verbúð hinvegar verið lögð í rúst en þá hafi lögreglan ekki verið til staðar. Ólafur segir bæjarbrag hafa breyst mjög til batnaðar hin seinni ár á Snæfellsnesi og nú heyri fjöldaslagsmál og sukksamt verbúðarlíf sögunni til. Hann segir enga eftirsjá í því. Ekki sé ástæða til þess að sjá eftir rugli og vitleysu í mannlegum samskiptum og fráleitt að fólk fari að sjá blóðug slagsmál án nokkurs tilefnis í rósrauðum bjarma endurminninga.
Storms viðurnefnið
Eins og áður sagði var Ólafur á yngri árum sjómaður og síðan hann hóf störf í lögreglunni fyrir rúmum þrjátíu árum hefur sjórinn togað hann til sín. Hann lagði lögreglubúninginn um tíma á hilluna og gerðist skipstjóri að nýju um stund. Fæstir þekkja Ólaf undir skírnarnafni sínu því sjaldan er hann nefndur öðruvísi en sem Óli stormur. Þetta viðurnefni hefur fylgt honum frá unga aldri og tengist sjósókn hans. Hann segir nafnið hafa komið í kjölfar róðurs sem hann fór á báti sínum Kristleifi, sem var 9 tonn að stærð. Eitt sinn í mikilli brælu hafi hann haldið í róður og skömmu síðar hafi allur flotinn fylgt á eftir. Hann hafi náð að draga sín net en flestir aðrir skipstjórar hafi lent í miklum vandræðum. Síðan hafi hann ávallt verið kenndur við storminn og sér hafi alla tíð líkað það vel.
Samningaleiðin best
Ólafur hefur nú látið af störfum og segist hafa áhuga á að leggja land undir fót og skoða sig um í heiminum á næstu árum. Hann eigi víða inni heimboð sem hann vilji nú sinna. Hvort að hann haldi til hafs á ný vill hann engu um spá og útilokar ekki að til þess kunni að koma. Aðspurður segir hann engan einn atburð standa uppúr sínum langa ferli sem lögreglumaður. Hann hafi oft komist í hann krappann þegar skilja hafi þurft stóra hópa fólks. Þar hafi henn hins vegar notið kennslu Lúthers sem áður var nefndur sem kenndi honum þolinmæði og því hafi hann aldrei mætt mönnum öðruvísi en með berar hendur. Aldrei hafi komið til greina af sinni hálfu að nota kylfur eða önnur hjálpartæki. Það hafi einungis verið ávísun á harðari deilur og slagsmál. Samningaleiðin hafi að sjálfsögðu verið tímafrekari en þegar upp hafi verið staðið hafi hún ávallt verið öllum fyrir bestu. -------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Svona til aukins fróðleiks þá var Stormurinn (Pabbi) síðasti aðstoðarvarðstjórinn við embætti lögreglustjórans á Snæfellsnesi. Nú í dag telst mér til að það séu tveir aðstoðarvarðstjórar eftir á öllu landinu, það er nefnilega verið að leggja niður þessa stöðu og fækka þarmeð stöðugildum í lögreglunni. Nánar um stöðugildi í lögreglunni má sjá hér: http://www.kaldi.is/merkjavara/loggan/logga-2007.htm Ef menn vilja þá er hæg að fara á þessa slóð http://www.kaldi.is/merkjavara/icelandic_insignia.htm til að skoða meira um íslensk merki og þá er ég með lögregluna frá 1915-1930, og til dagsins í dag. Vantar nokkrar myndir af nýju búningunum til að fullkomna verkið. Svo má alltaf benda á að ég er mikill merkjasafnari fyrir þá sem vilja og geta séð af einhverjum merkjum til mín. Safnið mitt sjá hér http://www.kaldi.is/merkjavara/merkjasafnid/merkjasafn.htm Sendist á Ólafur B Ólafsson Hringbraut 136H 230 Reykjanesbær |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 19:17
Meiraprófið og peningaplokkið
Ég eins og svo margir aðrir fór á meiraprófsnámmskeið sem lauk með því að maður fékk réttindi til aksturs stórra ökutækja.
Nám þetta kostaði á þeim tíma er ég fór rétt rúmar 110.000 krónur, og þá fyrir vörubíl og rútu.
Nú er ríkið að gera það að verkum að ég tapa þessum réttindum þar sem að ég hef ekki efni á því að sitja á rassgatinu í heila viku og hlusta á leiðindarskarfa vegagerðarinnar bulla.
Fyrir herlegheitin á ég svo að punga út 70.000 krónum svo ég geti haldið áfram að vera með meirapróf.
Þarna er ríkið að hafa af mér og mörgum öðrum meiraprófsbílstjórum réttindi sem mikil vinna var lögð í að fá, og spurning hvort ríkið sé ekki bótaskylt fyrir vikið.
Ég er mjög ósáttur við þetta "pakk" sem er í leikhúsinu við Austurvöll eða eigum við að kalla þetta sandkassa.
Óku flautandi og blikkandi á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2008 | 20:54
Nú er úti um bílaframleiðsluna!!!
Já ég er heittrúaður SCANIA aðdáandi og tel að þetta verði til að drepa niður framleiðslu á bílum.
En fátt er svo vont að ekki boði eitthvað gott.
MAN aðdáendur hljóta að kætast þar sem nú stefnir sjálfsagt í að MAN fari að framleiða BÍL!!!
Í mínum huga hefur það aldrey fyr gerst að MAN hafi framleitt BÍL svo ég segi bara til hamingju MAN aðdáendur.
En það að WV sé meirihlutaeigandi er sjálfsagt þolanlegt ef rafkerfi voffana verður ekki notað í SCANIA bílana....
Volkswagen eignast meirihlutann í Scania | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 23:51
Helstríðið.
Ég hef oft velt fyrir mér , skoðað og spáð í hvernig heimurinn væri ef Ísland hefði ekki veitt ísraelum stuðning hjá sameinuðu þjóðunum þegar ísraelsríki var stofnað.
Hvað var á þessu landssvæði áður? Þessi spilda sem Ísraelsríki er á nú var áður nýlenda Breta.
Og þar áður var þetta ekki land gyðinganna, það þarf að leita töluvert langt aftur í tímann til að fynna Ísraelskt ríki á þessum stað þannig að þeir áttu ekki land í aldir.
Það að þeim hafi verið komið fyrir þarna vegna ástandsins í Evrópu í síðari heimsstyrjöld var af því að enginn vildi taka við þeim.
Þetta kallast að velta vandamálinu áfram (stækka snjóboltann).
Það næsta sem gerist er að þeir vaxa og dafna sem þjóð, verða svo ríki eftir kosningar hjá sameinuðu þjóðunum (valt á atkvæði Íslands hvort Ísraelsríki yrði stofnað).
Svo breyttist ríkið í herveldi, nú er ekki hægt að sjá hvort hafi verið skárra þriðja ríkið eða herveldið Ísrael.
Þegar ég var að kynna mér söguna (tek fram að ég er sjálfmentaður í henni), þá undraðist ég hverjir voru lærimeistarar mossad, leyniþjónustu Ísraela? Jú þetta var Gestapó sjálft eða uppgjafa Gestapo menn sem sáu þeim fyrir kenslu í byrjun... Líkur sækir líkann heim...
Nú er reyndar búið að breyta fyrirsögn fréttarinnar á BBC nokkrum sinnum í dag en ég hlusta bara á það fyrsta sem kom. Það lýsir Gyðingunum best.
Þeir eru líka alltaf grátandi, það má ekkert gera við hina "guðsútvöldu þjóð" vegna þess sem þeir hafa þurft að þola á síðustu öld (helför nasistanna gegn þeim) og jafnvel lengra aftur (Lúther sjálfur var ekki vinur þeirra og Íslendingar eru Lútherskir).
Ég tek það fram að ég er ekki rasisti, þetta eru hinsvegar mínar hugsanir og hafa verið síðan ég fór að kynna mér mankynssöguna og þá sérstaklega varðandi seinni heimstyrjöldina og eftir hana.
Hitt kom svo vegna aukinnar forvitni.
Ísraelar hóta Palestínumönnum helför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.2.2008 | 22:24
Sýsli að ávíta???
Hvað er í gangi?
Ég er hissa á því að það sé búið að fela sýslumanni að ávíta undirmann lögreglustjóra.
Þó að í þessu tilfelli er sýslumaðurinn og lögreglustjórinn einn og sami maðurinn þá er óþarfi að rugla titlunum saman þar sem þetta eru ólík störf.
Það er lögreglustjóra að ávíta undirmann ef svo ber undir en ef þið viljið fá að vita hvað sýsli gerir þá er bara að fara á http://syslumadur.is sem er síða sýslumansins í Reykjavík
Sýslumaður áminnir yfirlögregluþjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 20:59
Herlaus ríki...
Gaman að sjá þessi 24 einstaklinga sem tilheira herlausum ríkjum.
En hér er tengill á tignarmerki "hersins" í Panama
http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=64&sid=263
Eða Dominica (Dominican republic)
http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=53&sid=722
og sjóherinn: http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=53&sid=2579
og flugherinn: http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=53&sid=721
Haiti er með flugher: http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=58&sid=307
og landher: http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=58&sid=308
og sjóher: http://www.uniforminsignia.net/index.php?p=show&id=58&sid=309
og svo má lengi telja þannig að einhverjir hafa talið vitlaust þegar verið var að telja herlausu þjóðirnar.
til að fræðast meira um tignarmerki herja hinna ýmsu landa get ég bent á heimasíðuna http://www.uniforminsignia.net
En þar er hægt að skoða merki hjá flestum þjóðum heims.
Til að skoða Íslensku tignarmerkin er ágætt að smella á eftirfarandi tengil: http://www.kaldi.is/merkjavara/icelandic_insignia.htm
Ísland eitt 24 herlausra SÞ-ríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2008 | 13:49
Auglýsingar á bloggsíðum...
Man eftir umræðu um auglýsingar á bloggsíðum þar sem talað var um að greiða einhverjum aðilum fyrir auglýsingapláss.
Nú er svo komið að ég tók allt í einu eftir auglýsingu sem er hér til hliðar, nú frá NOVA.
Er að velta fyrir mér hvað þeir ætla að greiða mér fyrir plássið?
Ég man aðeins aftur í tímann ennþá, svo til upprifjunar þá las ég einhversstaðar á blogginu að mbl.is ætlaði ekki að setja auglýsingar á bloggsíður fólks.
Einhver fyrirtæki sömdu við einhverja aðila sem halda úti vinsælum bloggsíðum og borguðu þeim fyrir auglýsingaplássið. Hvað er þá með okkur hin sem ekki höfum eins vinsælar bloggsíður?
Eigum við að vera fórnarlömb níðingsskapar auglýsandans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 02:21
Jólin að koma
Hvað er þá eftir annað en að koma óskum um Gleðileg Jól til allra sem nenna að lesa bloggið mitt.
Það er svo hjá mér að sú leti grípur mig á hverju ári að nenna ekki að senda Jólakort til þeirra sem maður ætti að senda til.
Hvað gerir maður þá?
Jú það er ágætt að geta sent kveðjurnar svona í bloggfærslu.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár kæri lesandi.
Merry Christmas & Happy New Year // Geseende Kerfees en 'n gelukkige nuwe jaar ! Zorionak eta Urte Berri On ! // Vasel Koleda; Tchestita nova godina !Afvcke Nettvcakorakko // Sretan Bozic // Prejeme Vam Vesele Vanoce a stastny Novy RokGlædelig Jul og godt nyt ar // Vrolijk Kerstfeest en een Gelukkig Nieuwjaar ! Colo sana wintom tiebeen // Jutdlime pivdluarit ukiortame pivdluaritlo ! Hyv Joulua or Hauskaa Joulua // Joyeux Nol et Bonne Anne !Nollaig chridheil agus Bliadhna mhath ur ! Kala Christougenna Kieftihismenos Kenourios Chronos !Juullimi Ukiortaassamilu Pilluarit // Kellemes Karacsonyiunnepeket & Boldog j vet Gleðileg Jól og Farsælt Komandi ár ! // Selamat Hari Natal !Nollaig Shona Dhuit // Buon Natale e Felice Anno Nuovo ! God Jul og Godt Nytt ar // Wesolych Swiat i Szczesliwego Nowego Roku. Boas Festas e um feliz Ano Novo // Craciun fericit si un An Nou fericit ! Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva i s Novim GodomSretam Bozic. Vesela Nova Godina // Vesele Vianoce a stastny novy rok Vesele bozicne praznike in srecno novo leto // Feliz Navidad y Prspero Ao Nuevo God Jul och Gott Nytt // Noeliniz Ve Yeni Yiliniz Kutlu Olsun Veseloho Vam Rizdva i Shchastlyvoho Novoho Roku ! Schi Krschtdeeg an e Schint Ni Joer // Linksmu Kaledu ir laimingu Nauju metu Rmsaid Juluphi Head uut aastat
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2007 | 14:06
Og hvað er sagt sem er svona niðrandi?
Tek það fram að ég hef ekki lesið meint viðtal, en það sem sést hér á mbl.is getur virkað í báðar áttir.
Hvað meinar hann með að segja að "allar ransóknir sýna fram á annað"?
Svo er bara endi á fréttinni.
Mér segir svo hugur að einhverjir misskilji það sem sagt var, nema setningin hafi einfaldlega ekki verið kláruð. En hvað kom þá á eftir eru þeir heimskari eða gáfaðri en hinn hvíti kynstofn?
Ég ætla ekki að svara því, er ekki nógu gáfaður til þess
Þekktum vísindamanni vikið úr starfi eftir umdeild ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar