Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2007 | 23:19
Hraði þjóðfélagsins og barnauppeldi
Ég hef aðeins velt fyrir mér spurningunni um það hvað allur þessi hraði geri börnunum okkar.
Nú er svo komið að margir foreldrar eru með þessar fínu barnapíur sem kallast sjónvarp, allavega er það eitthvað sem maður hefur heyrt. Hvernig fer þetta með börnin?
Ég tók eftir því um daginn þegar dóttir mín kom heim ásamt einhverjum leikfélögum að margt er misjafnt þegar kemur að umgengni við börnin. Ég gef mér til dæmis tíma til að leika við dóttur mína þegar ég kem heim eftir vinnu ( já ég er enn með eitthvað af barninu í mér).
En þegar dóttir mín kom með leikfélagana heim (svo maður snúi sér aftur að efninu), þá brá ég mér á leik aðeins við dóttur mína og hvað heyri ég þá?
Jú leikfélagarnir sögðu strax við dóttur mína " Rosalega átt þú skemtilegan pabba!"
Þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hverskonar pabbar það eru sem þessi börn eiga? Ef ég er allt í einu orðin besti pabbinn í hverfinu. Er það af því að ég hef gaman af að leika við dóttur mína og sýna henni hluti sem gaman gæti verið að búa til eitthvað sniðugt úr?
Hvað eru hinir foreldrarnir að gera? hafa þeir engann tíma til að eyða með börnum sínum?
Ég mæli með því að foreldrar noti meira af tímanum til að vera með börnum sínum þar sem þau eru jú bara börn einu sinni. Það er ekki tími til að eyða með börnunum þegar þau loksins eru orðin fullorðin, það er einfaldlega orðið of seint þar sem þau eru ekki börn lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2007 | 23:17
Hræðsla í fólki!
Það er meira hvað fólk er hrætt þó að byrtist eitthvað gamalt tákn á einhverri tösku.
Einusinn var fyrirtæki hér á landi sem notaði merki sem svipaði til hakakrossins, en það er hætt því núna. Merki þetta var notað af HF Eimskipafjelagi Íslands í marga áratugi og ekki er þetta sama merkið og nasistarnir notuðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 16:44
Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Þá er Laugardagurinn liðinn og ég ennþá þreyttur eftir amstrið í gær þegar þúsundir manna söfnuðust saman hér í tilefni Ljósanætur.
Ég var í gæslu með björgunarsveitunum sem hér störfuðu í gær. Ég hafði gaman af að sjá alla æðstu toppana í lögreglunni samankomna við gæslustörf, þar gat að líta lögreglustjórann, staðgengil lögreglustjóra, yfirlögregluþjón, og lægra setta að auki þrjár konur sem komu hver frá sínu landinu ein frá Kaupmannahafnarlögreglu ein frá Noregi og ein Sænsk lögreglukona sem er reyndar í skóla allavega ef marka má einkennismerki sem hún bar á öxlinni.
Þetta er ég nokkuð hrifinn af að sjá lögreglu hinna norðurlandanna koma hér til aðstoðar og á maður þá alveg eins von á að ´vera tekinn fyrir of hraðann akstur í Noregi eða Svíþjóð af íslenskri löggu sem þýðir á móti að maður mun þá skilja vel lögreglumanninn. Taka skal fram að ég skil norsku, dönsku, og sænsku sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 22:28
Forræðishyggja heimsins
Það er ýmislegt skrýtið sem maður les í fréttum sem lítur út fyrir að vera brot á mannréttindum, og tel ég að fólk hljóti að verða áhyggjufullt í sambandi við forræðishyggju stjórnvalda.
Bretarnir sem hafa eins og við bannað reykingar á veitingahúsum eru að fara að meina fólki sem reykir að gerast fósturforeldrar, næst verður líklega öllu reykingafólki meinað að eignast börn. Svo eru það Baunarnir, þeir reka fólk úr vinnu fyrir það eitt að hylja andlit. Hafa meira að segja ráðherraheimild til þess. Það er ég viss um að mannréttindadómstóll myndi dæma Danina seka fyrir svona nokkuð.
Ég hef séð marga foreldra barna sem reykj og ekki virðist börnunum hafa orðið meint af. Ég hef líka séð nokkra fósturforeldra sem reykja og ekki hef ég heldur séð að börnunum hafi orðið meint af.
Svo þetta með að hylja andlitið þá verð ég að viðurkenna að það eru fjölmargir sem ekki sjá framan í mig þegar ég tala við þá, hvers vegna? Jú mikið af samskiptum mínum við aðra er í gegnum síma og er það þess valdandi að viðmælandi sér ekki framann í mig. Ég hef ekki séð að þetta hafi hamlandi áhrif á samskipti mín við aðra. Það að hylja andlit er val hvers fyrir sig og ef einhver ákveður að hylja andlitið á hvaða forsendum sem hann/hún vill þá sé ég ekkert athugavert við það.
Fólk sem reykir hefur valið það sjálft og á að eiga það við sig hvort það vilji hætta að reykja, það á að sama skapi ekki að þvinga fólk til að hætta reykingum þó að um ósóma sé að ræða.
Ég banna ekki fólki að reykja og ég banna ekki fólki að hylja andlit sitt. Ég er ekki með nefið í hvers mans koppi til að athuga hvort þessi eða hinn sé að breyta rétt eða rangt gagnvart samfélaginu. Ég er á móti þessarri forræðishyggju og kröfum sem misvitrir stjórnmálamenn og aðrir setja fram til að meina fólki að lifa sem frjálsir einstaklingar í frjálsu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 03:14
Þetta er skrýtin frétt!
Fyrir það fyrsta þá hef ég aldrei heirt talað um að sprengjuvörpur séu eldflaugar, þær notast til að kasta sprengjum lengra en maðurinn nær.
Svo er það þessi setning sem ekki klárast, þessi síðasta sem endar furðulega. Hvað eru fréttamenn MBL að gera í vinnuni? Ég vil að fréttin sé kláruð, ekki hálfkláruð lesið hér "Talsmenn Bandaríkjahers segja að eldflaugin hafi verið gerð með sprengjuvörpum eða eldflaugum, en að öðru leyti hafa heryfirvöld."
Já já, ókláruð setning!
Sex íraskir fangar létust í árás á fangabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 02:58
AF HVERJU EKKI DRYKK MEÐ ZERO KÓK?
Ég hef ekki fengið mér kók í nokkur ár og er fyllilega sáttur við að vera laus við kók og marga aðra gosdrykki. Ég hef megnustu óbeit á kók svo ég endurtek fyrirsögnina " Af hverju ekki drykk með ZERO KÓK "!
Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 22:44
AN-12 flugvél notuð
Þetta er skemtilegt, það er komið nýtt AEROFLOT flugfélag og þeir nota gömlu rússaflutningavélina Antonov AN-12. Þessar vélar eru fyrir löngu komnar til ára sinna en byrjað var að smíða þær uppúr 1960 en Sovéski herinn notaði AN-12 flutningavélar lengi vel.
Antonov AN-12 vélarnar voru smíðaðar bæði fyrir herflutninga og sem fraktflugvélar fyrir hin allmennu flugfélög.
Það má nálgast góðar upplýsingar um AN-12 hér: http://www.xp-office.de/an12technical.htm
Fyrsta flug Norðanflugs farið um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 22:40
Hetja fallin frá!
Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum dýpstu samúðar.
Megi sál hennar hvíla í friði.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 22:31
Ýmislegt skrítið
Einn góður félagi kom í heimsókn í dag og eftir svolítið spjall datt alltí einu upp spurningin um það af hverju við bræðurnir, Kaldi og Lognið værum enn með svo mikið af tengingum á heimasíðum okkar varðandi Grundarfjörð eftir að hafa flutt þaðan. Þó svo að ég sé nýfluttur til Reykjanesbæjar þá er ekki þar með sagt að ég segi allfarið skilið við mína gömlu heimabyggð Grundarfjörð.
Viðurkenni að á stundum getur verið móralsdrepandi að vera á Grundarfirði þegar fólk hefur verið að tönlast á því að þessi eða hinn sé ómögulegur svo eru aðrir fífl eða hálvitar. Þegar maður þarf að hlusta á svona er ekki laust við að maður komist á þá skoðun að allt sé ómögulegt, maður sekkir sér í skrif á netinu leitar sáluhjálpar bloggsamfélags sem verður til þess að maður hlær sig máttlausan. Þegar maður er svo full bjartsýnn þá snýr maður sér frá tölvu gengur niður í sjoppu hlustar á einhvern ónefndann ný-íhaldsmann níða niður annann, svona er lífið oft á Grundarfirði og er það meðal annars ástæða fyrir flutningum þaðann. Sjálfsagt eru þessar lýsingar svipaðar lýsingum frá öðrum sveitafélögum en hvað sem öðru líður þá þykir mér vænt um fjörðinn minn og fallegasta fjallið sem er að sjálfsögðu Kirkjufellið.
Grundarfjörður er það sveitarfélag sem ég ólst upp í, ekki er skrýtið að tengingar séu miklar við byggðarlagið gegnum heimasíður okkar bræðra. Ég er fluttur eins og flestir sem þetta lesa vita sjálfsagt enda búinn að nefna það nokkrum sinnum í pistlum mínum á blogginu og miðað við það þá vil ég bæta á heimasíðu mína www.kaldi.is tenglum sem vísa á heimasíður aðila í Reykjanesbæ.
Svo fyrir safnara áráttuna mína þá vantar mig einkennismerki í safnið mitt frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliðum, lanhelgisgæslu, securitas, öryggismiðstöðinni, flugmálastjórn, friðargæslunni gömlu merkin, friðargæslunni nýju merkin, og fleiri og fleiri.
safnið mitt er á slóðinni www.kaldi.is/merkjavara/icelandic_insignia.htm og það eru bara íslensku merkin hin eru annarsstaðar á síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2007 | 20:44
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Nú um helgina er landsþing hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er því mikið af góðu fólki í Reykjanesbæ, en þar er landsþingið haldið að þessu sinni. Björgunarmál hafa verið mér hugleikin enda starfað í björgunarsveit síðan í Maí 1991.
Þar sem ég er nýfluttur til Reykjanesbæjar nota ég tækifærið til að mæta á landsþing til að frétta ýmislegt um björgunarstörf annarsstaðar og jafnvel að kynna mér nýjungar í björgunarmálum.
Reyndar hef ég í gegnum björgunarstarfið aflað mér vissrar sérhæfingar á áhugasviðinu en það er það sem við köllum leitartækni. Leitartækni er skemmtilegt fag og góðir leitarmenn geta fundið hvað sem er og hvern sem er ef út í það er farið. Sem dæmi má segja að hver gangandi maður skilur eftir sig minst tvöþúsund vísbendingar á hvern kílómeter sem eru meðal fjöldi skrefa sem farin eru á hverjum kílómeter, fyrir nú utan allar aðrar vísbendingar sem hver og einn skilur eftir.
Svo eru fleiri áhugamál innan björgunargeirans sem ég hef áhuga á eins og fjarskiptamál og þar er af nógu að taka með tilkomu TETRA sem viðbót við önnur fjarskiptakerfi.
Semsagt vonandi ánægjuleg helgi framundan í hópi svo góðs fólks sem björgunarfólk er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007