Leita í fréttum mbl.is

Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Þá er Laugardagurinn liðinn og ég ennþá þreyttur eftir amstrið í gær þegar þúsundir manna söfnuðust saman hér í tilefni Ljósanætur.

Ég var í gæslu með björgunarsveitunum sem hér störfuðu í gær. Ég hafði gaman af að sjá alla æðstu toppana í lögreglunni samankomna við gæslustörf, þar gat að líta lögreglustjórann, staðgengil lögreglustjóra, yfirlögregluþjón, og lægra setta að auki þrjár konur sem komu hver frá sínu landinu ein frá Kaupmannahafnarlögreglu ein frá Noregi og ein Sænsk lögreglukona sem er reyndar í skóla allavega ef marka má einkennismerki sem hún bar á öxlinni.

Þetta er ég nokkuð hrifinn af að sjá lögreglu hinna norðurlandanna koma hér til aðstoðar og á maður þá alveg eins von á að ´vera tekinn fyrir of hraðann akstur í Noregi eða Svíþjóð af íslenskri löggu sem þýðir á móti að maður mun þá skilja vel lögreglumanninn. Taka skal fram að ég skil norsku, dönsku, og sænsku sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

gott að sjá þig aftur

Guðrún Vala Elísdóttir, 3.9.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband