Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Tilveran í dag...

Lenti á einni bloggsíðu í dag þar sem verið var að benda fólki á hvað væri í gangi hjá stjórnmálaflokkum... Ég ritaði eftirfarandi sem svar.

Það er að gerjast hjá mér viss óbeit á stjórnmálaflokkum. Þetta lýsir sér sem mikil ógleðistilfinning þegar sést til þessarra aðilja á þessum halelúja samkomum.

Þarna er fólk að koma saman og tigna sinn "guð" eða því sem næst. það er allavega mín sýn á málið. Dramadrotningar stíga á stokk og byðja hjörðina afsökunar en ekki þjóðina. Þetta er verra en versta martröð, þetta er raunveruleikinn sem blasir við manni í hverjum fréttatíma og á hverjum miðli.

Ég hef megnustu óbeit á þessu "fólki" sem telur sig vera yfir okkur hin hafin. Þetta "fólk" sem kemur á fjögurra ára fresti til að bjóða okkur góðann dag og betla atkvæðin okkar svo það geti haldið áfram að fyrirlíta okkur. Þegar kosningum lýkur þá er þetta "fólk" komið inní fílabeinsturninn og er hætt að heilsa manni útá götu. Það hefur fengið atkvæðið sem það óskaði sér. Nú er "fólkið" á sínum stalli að tala niður til hinna, "þið eruð ekki þjóðin" er sú setning sem ég kem til með að muna. Aldrei kosi þann flokk sem hafði þá dramadrotningu innanborðs, feginn ég.

Hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá er ég með enn fullkomnari skoðanir en áður á því hvernig pólitíkusar ega að vera, og að sjálfsögðu líka hvernig ekki...

Nú vil ég helst vera ópólitískur en það er nú varla hægt þar sem pólitíkin er eins og eldfjallaaskan, smýgur alsstaðar inn ef einhversstaðar er rifa hversu smá sem hún er.

Lifið heil

Kaldi


Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband