Leita í fréttum mbl.is

Meiraprófið og peningaplokkið

Ég eins og svo margir aðrir fór á meiraprófsnámmskeið sem lauk með því að maður fékk réttindi til aksturs stórra ökutækja.

Nám þetta kostaði á þeim tíma er ég fór rétt rúmar 110.000 krónur, og þá fyrir vörubíl og rútu.

Nú er ríkið að gera það að verkum að ég tapa þessum réttindum þar sem að ég hef ekki efni á því að sitja á rassgatinu í heila viku og hlusta á leiðindarskarfa vegagerðarinnar bulla.

Fyrir herlegheitin á ég svo að punga út 70.000 krónum svo ég geti haldið áfram að vera með meirapróf.

Þarna er ríkið að hafa af mér og mörgum öðrum meiraprófsbílstjórum réttindi sem mikil vinna var lögð í að fá, og spurning hvort ríkið sé ekki bótaskylt fyrir vikið.

Ég er mjög ósáttur við þetta "pakk" sem er í leikhúsinu við Austurvöll eða eigum við að kalla þetta sandkassa.

 


mbl.is Óku flautandi og blikkandi á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Það er ekki hægt að taka réttindi af fólki sem það hefur staðist í prófum. Hélt að allir vissu það.

Gísli Birgir Ómarsson, 10.4.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sem þýðir að ég hlýt þá að geta endurnýjað án þess að fara á 70.000kr námskeið eða hvað???

Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Ísdrottningin

Ef þú stendur ekki í rekstri á eigin atvinnubifreið þá þarftu bara að endurnýja ökuskírteinið þitt (og þar með meiraprófið) á 10 ára fresti eins og hefur verið.

Ísdrottningin, 10.4.2008 kl. 22:42

4 identicon

nei það er ekki rétt hjá þér ísdrottning þetta þurfa allir sem eru með meirapróf og rútupróf að gera að fara á þetta námskeið og það getur ekki heillað unga menn og konur að fara í meirapróf sem kostar um 300.000 þúsund og gildir í fimm ár og verða þá að fara á námskeið sem kostar 70.000 þusund krónur plús viku vinnutap. Enda sést það á því að alstaðar vantar bílstjóra hvort sem um er að ræða flutninga eða rúrubílstjóra. Og þú missir réttindin ef þú endurnýjar ekki og ferð þá á þetta námskeið.

Hlynur Wüum (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

þetta á við um margar atvinnugreinar að fólk þurfi að uppfæra sig á 5 ára fresti,held reyndar að það sé bara gott mál en hvað upphæðina og tíman veit ég ekki hvort sé eins gott

Davíð Þorvaldur Magnússon, 12.4.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér sjálfum er sama um það hvort ég þurfi að mæta í endurmentun á x-margra ára fresti en það er verðið sem ég set spurningarmerkið við.

Að borga 70.000 kr. Fyrir viku námskeið sem ég tel engu breyta í umferðarmélum þar sem um þröngann hóp fólks er að ræða en ekki allir sem hafa bílpróf.

Það er eitt sem ég get bent á í þessu sambandi en það er að í Noregi sem við hér á skerinu horfum svo oft til þar hafa verið umferðarslys þar sem að hlut átu vörubíll og fólksbíll, það kom í ljós að í mörgum þessarra tilfella voru það ökumenn fólksbílanna að fremja sjálfsmorð.

Það getur reyndar verið að þetta hafi breyst en ég veit um bílstjóra í Noregi sem lentu oftar en einusinni í þessu.

Ég segi því að það ættu fleiri en vörubílstjórar að fara á svona námskeið.

En ég neita að fara á svona fyrir 70.000 kr. Ég skal skoða það ef ég þarf ekki að borga fyrir að hlusta á einhvern aula sem hefur gaman af að heyra sjálfan sig mala.

Ólafur Björn Ólafsson, 13.4.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband