Færsluflokkur: Bloggar
18.2.2013 | 14:57
Frábærir mbl.is - ritstjórar
Fyrirsögnin segir ýmislegt um að málfræðinni sé að hraka hjá ykkur.
"Ræða makrílrannsóknir í stærra hópi"???
Hvar er þetta stærra hóp, sem getið er um í þessari fyrirsögn? Nema um sé að ræða lélega kunnáttu í fallbeygingum. Það segir reyndar í fréttinni þegar maður er búinn að lesa hana nánast alla að um sé að ræða "stærri hópi"...
Um efni fréttarinnar hef ég lítið að segja, vil samt tak fram að ég er talsmaður þess að nýta beri þá stofna sem innan landhelgi Íslands finnast. Það er eitthvað sem við eigum að gera og ekki er umsemjanlegt við aðra en okkur. Þeir sem telja sig hafa meiri veiðirétt en við þurfa að átta sig á að nú er stofninn innan okkar lögsögu. Hversvegna vorum við annars að berjast fyrir 200 mílna landhelgi á sínum tíma???
Með kveðju
Kaldi
ÍSLAND JÁ TAKK!!!
ESB NEI TAKK!!!
Ræða makrílrannsóknir í stærra hópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2013 | 23:46
Þak á verðtryggingu???
Kerlingin sem talaði í mörg ár um að afnema bæri verðtryggingu er núna farin að ræða um þak á verðtryggingu. Hún er greynilega ekki bara rugluð, ekki prenthæft það sem ég hugsaði er ég las þetta...
Svo er þetta klúður með 110% leiðina. Eru ekki flestir komnir í sömu stöðu aftur með lánin í hæstu hæðum?
Sjálfur fór ég ekki 110% leiðina en lánin hjá mér eru í hæstu hæðum og ekki hefur þessi ríkisstjórn gert neitt til að hjálpa mér frekar en öðrum nema um sé að ræða bankar og stóreignamenn (útrásarvíkingar). Hinir sem Jóhanna heldur fram að hún hafi bjargað og staðið vörð um þurftu að sækja sín mál sjálfir, enda með ólögleg gengislán. Hún kom þar hvergi nálægt svo það er stolin heiður, enda annarra heiður en hennar.
Nú er á leiðinni frumvarp til hjálpar heimilunum frá hinum flokknum en það er í formi þess að banna eignarhald á klámefni. Svona verða víst síðustu vikurnar sem eftir lifir af kjörtímabilinu.
En Framsókn heldur að þeir geti bjargað einhverju... HAHAHAHAHAHAHAHA............ Kunnið þið annan betri.... Hahahahahahahaha....
Þar til næst
Þarf að jafna mig á hlátrinum...
HAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA.............................
Framsókn sendi björgunarteymi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 02:14
Er vírus að herja á mbl.is???
Það er orðið allveg óþolandi að fara á mbl.is núorðið.
Það opnast alltaf einhver gluggi með ljótri mynd af einhverju fyrirbæri sem er að auglýsa símann. Þetta er að gera það að verkum að maður hættir að nenna að fara á mbl.is vefinn...
Er ekki hægt að fá þennan vef aftur uppá gamla mátann þar sem maður getur skoðað það sem maður vill skoða en ekki að fá óumbeðnar auglýsingar og það frá fyrirtæki sem ég vil ekki hafa nokkuð með að gera. Í mínum huga er þetta bara eins og hver annar ruslpóstur sem þvingað er uppá mann á hverjum Fimmtudegi, nema þetta byrtist nánast alltaf er ég opna frétt.
Ég vil sjá fréttirnar sem ég er að reyna að skoða en vil ekki svona vírus-ruslpóst á skjáinn minn.
Kveðja
Kaldi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 11:45
Eina "evrulandið" með jákvæðan hagvöxt???
Á þessu má skyljast að Pólland sé með evru sem gjaldmiðil...
En gallinn við fréttina er að Póland er ekki með evru sem gjaldmiðil, það hefur bjargað þeim... Þeir eru nokkrum sinnum búnir að hætta við að taka upp evruna einmitt vegna áhættunnar sem því fylgir. Heppnir segi ég bara um það.
MEnn þurfa kanski að umorða þessa frétt en Pólland er eina ESB landið sem hefur sýnt jákvæðan hagvöxt á pappírum en hvað verður eftir EM??? Þekki sjálfur marga Pólverja sem hafa áhyggjur af framtíðinni enda er það þeirra trú að allt það sem fer upp kemur niður aftur, oftar en ekki með meira afli en það fór upp.
Ég á líka pólska konu og hún vill alls ekki flytja til Póllands af þeirri ástæðu að launþegar hafi það ver í ESB landinu Póllandi núna heldur en fyrir inngöngu Póllands í ESB.
Kveðjur þar til ég nenni næst að blogga
Kaldi
Pólland blómstrar þökk sé EM 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 19:30
Fréttamenn í dag þurfa að læra á dagatalið líka
Allavega eins og segir í fréttinni núna kl:19:28;
"Stúlkan hvarf frá heimili sínu kl. 18.30 í gærdag og fannst rúmlega tveimur árum síðar".
Ótrúlega slæleg vinnubrögð alltaf hreint... :(
Kveðja og gæeðilega Páska
Kaldi
Unglingur réðst á tíu ára barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2012 | 19:32
Mismunun...
Sem felst í því að ekki hafa öll börn á landinu jafnann aðgang að þessum banka sem hefur haft svo mörg nöfn að erfitt er að muna.
Hér á Reykjanesi er ekki eitt einasta utibú og komast því börn frá Garði, Sandgerði, Reykjanesbæ, Vogum, og Grindavík ekki auðveldlega inn í Hafnarfjörð til að fá þetta blað.
Þetta er mismunun enda gerir maður sér grein fyrir því að það hafa heldur ekki allir á Suðurnesjum efni á að aka til Hafnarfjarðar með börnin sín.
En heppin eru þau börn sem höfðu möguleikann á að fara í þennan margnafna banka til að fá sitt eintak af Andrésar andar blaðinu.
Svo get ég bætt við að minn viðskiptabanki er með útibú í Reykjanesbæ og því stutt fyrir mig að fara í bankann þó ég hringi oftar.
Mikið sungið í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2012 | 11:20
Það er þá orðið bein leið...
Að fara fyrst til Brussel áður en heim er komið.
Hún gengur ekki heil til skógar, það ætti að vera orðið ljóst. Undarlegt hvað samspillingarlandráðahyskið er orðið heiladautt. Það að fara til útlanda svo það komist heim er enn ein ræpan sem kemur frá þeim.
Í mínu umdæmi er styst að fara beinu brautina heim án viðkomu í útlandinu. Þetta þarf hyskið að átta sig á.
Í mínum huga er stysta leiðin til að afnema verðtryggingar og aðra vitleysu bara einfaldlega að gera það á Alþingi Íslendinga en ekki í Brussel.
Það þarf að fara að finna annað að gera fyrir fólkið sem ekki nýtist í almennilegri vinnu, en að senda það á Alþingi. Ótrúlegt hvað fólk er vitlaust að senda óþurftarliðið á Alþingi af því það getur ekki unnið almennilega vinnu.
Kveðja
Beinasta leiðin að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
23.1.2012 | 01:44
Er það ekki ólöglegt???
Sjálfur skrifaði ég nafn mitt á listann og fékk þakkir fyrir. Ekki ætla ég að rita nöfn annarra á síðuna þrátt fyrir að kunna helling af kennitölum og nöfnum sem þar eru á bakvið. Það er nefnilega í mínum huga skjalafals og er ólöglegt samkvæmt almennum hegningarlögum.
Kristján B. Jónasson verður því að eiga það við sig og samviskuna hvort hann vilji vera falsari.
Lýsti yfir stuðningi í nafni annars manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.1.2012 | 12:26
Hvaða, hvaða???
Var þá bara allt í plati fyrir helgi??? Vona ekki.
Fyrst lækka S&P fyrir helgina, en þeir hjá Moodys vilja ekki lækka lánshæfismatið í dag. Sé ekki betur en að mat S&P sé rétt. Það er einhver skítalykt af þessu og einhverjir mafíósar hafa borgað fyrir þessa niðurstöðu. Ekki er það svo að menn vilji að evran hrynji endanlega, þrátt fyrir það sem maður hugsar...
Ég vona allavega að það verði ekkert hrun en maður á víst að reikna með því versta en vona það besta...
En nóg um það að sinni
Kaldi
ATH. Breytti aðeins pistli skömmu eftir upphaflegu færsluna... :)
Frakkland með toppeinkunn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 19:15
Lýðræði...
Hjó reyndar eftir því að minkandi lýðræði væri hjá nokkrum ríkjum (í ESB) vegna minkandi fullveldis.
Kanski þarna sé skot á þessa kratísku hegðun að vilja fela öðrum en sér að hafa ábyrgð á gjörðum sínum. Allavega vilja þeir ólmir minna lýðræði og fullveldinu afsala til Brussel ásamt tilheyrandi minna, lýðræði.
Hvað ætli sé svo hornsteinninn í þessu lýðræði sem við höfum? Allavega ekki ríkisstjórnarflokkarnir.
Eitt sem ég man þegar ég les þessa frétt, en það er hnignun á öðrum sviðum. Man eftir að hafa lesið fyrir ekki svo löngu síðan að Ísland hafi fallið niður listann um hvaða ríki séu minst spillt, endað í 13. sæti. Vorum við ekki annars mjög ofarlega á þeim lista fyrir ekki svo löngu síðan.
En allavega fagna ég þessu að þjóðin búi við lýðræði þrátt fyrir að ríkisstjórnin hamist við að breyta landinu í einræðisríki áður en innlimunin í ESB verður ásamt tilheyrandi fullveldis og lýðræðis-afsölum.
Góðar stundir
Lýðræði næst mest á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007