Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hetja fallin frá!

Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum dýpstu samúðar.

Megi sál hennar hvíla í friði.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmislegt skrítið

Einn góður félagi kom í heimsókn í dag og eftir svolítið spjall datt alltí einu upp spurningin um það af hverju við bræðurnir, Kaldi og Lognið værum enn með svo mikið af tengingum á heimasíðum okkar varðandi Grundarfjörð eftir að hafa flutt þaðan. Þó svo að ég sé nýfluttur til Reykjanesbæjar þá er ekki þar með sagt að ég segi allfarið skilið við mína gömlu heimabyggð Grundarfjörð.

Viðurkenni að á stundum getur verið móralsdrepandi að vera á Grundarfirði þegar fólk hefur verið að tönlast á því að þessi eða hinn sé ómögulegur svo eru aðrir fífl eða hálvitar. Þegar maður þarf að hlusta á svona er ekki laust við að maður komist á þá skoðun að allt sé ómögulegt, maður sekkir sér í skrif á netinu leitar sáluhjálpar bloggsamfélags sem verður til þess að maður hlær sig máttlausan. Þegar maður er svo full bjartsýnn þá snýr maður sér frá tölvu gengur niður í sjoppu hlustar á einhvern ónefndann ný-íhaldsmann níða niður annann, svona er lífið oft á Grundarfirði og er það meðal annars ástæða fyrir flutningum þaðann. Sjálfsagt eru þessar lýsingar svipaðar lýsingum frá öðrum sveitafélögum en hvað sem öðru líður þá þykir mér vænt um fjörðinn minn og fallegasta fjallið sem er að sjálfsögðu Kirkjufellið.

Grundarfjörður er það sveitarfélag sem ég ólst upp í, ekki er skrýtið að tengingar séu miklar við byggðarlagið gegnum heimasíður okkar bræðra. Ég er fluttur eins og flestir sem þetta lesa vita sjálfsagt enda búinn að nefna það nokkrum sinnum í pistlum mínum á blogginu og miðað við það þá vil ég bæta á heimasíðu mína www.kaldi.is tenglum sem vísa á heimasíður aðila í Reykjanesbæ.

Svo fyrir safnara áráttuna mína þá vantar mig einkennismerki í safnið mitt frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliðum, lanhelgisgæslu, securitas, öryggismiðstöðinni, flugmálastjórn, friðargæslunni gömlu merkin, friðargæslunni nýju merkin, og fleiri og fleiri.

safnið mitt er á slóðinni www.kaldi.is/merkjavara/icelandic_insignia.htm og það eru bara íslensku merkin hin eru annarsstaðar á síðunni.


Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Nú um helgina er landsþing hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er því mikið af góðu fólki í Reykjanesbæ, en þar er landsþingið haldið að þessu sinni. Björgunarmál hafa verið mér hugleikin enda starfað í björgunarsveit síðan í Maí 1991.

Þar sem ég er nýfluttur til Reykjanesbæjar nota ég tækifærið til að mæta á landsþing til að frétta ýmislegt um björgunarstörf annarsstaðar og jafnvel að kynna mér nýjungar í björgunarmálum.

Reyndar hef ég í gegnum björgunarstarfið aflað mér vissrar sérhæfingar á áhugasviðinu en það er það sem við köllum leitartækni. Leitartækni er skemmtilegt fag og góðir leitarmenn geta fundið hvað sem er og hvern sem er ef út í það er farið. Sem dæmi má segja að hver gangandi maður skilur eftir sig minst tvöþúsund vísbendingar á hvern kílómeter sem eru meðal fjöldi skrefa sem farin eru á hverjum kílómeter, fyrir nú utan allar aðrar vísbendingar sem hver og einn skilur eftir.

Svo eru fleiri áhugamál innan björgunargeirans sem ég hef áhuga á eins og fjarskiptamál og þar er af nógu að taka með tilkomu TETRA sem viðbót við önnur fjarskiptakerfi.

Semsagt vonandi ánægjuleg helgi framundan í hópi svo góðs fólks sem björgunarfólk er.


Búferlaflutningar og fleira

Þá er fjölskyldan flutt til Keflavíkur og búin að vera í eina viku í nýju heimilisfangi.

Það er gott að þurfa ekki að fara af stað til vinnu í Reykjavíkurhreppi eldsnemma að Mánudagsmorgni til að mæta í vinnu og fara svo heim aftur á Föstudagseftirmiðdegi. Nú fer maður til vinnu að morgni og heim aftur að kveldi. Þetta er reyndar búinn að vera annasamur tími þessa viku, verið að koma sé fyrir í íbúðinni og fylgjast með öllu sem gerist í ferlinu.

Svo til að tala um eitthvað anna þá vil ég óska félögum mínum í VG til hamingju með þennan stórsigur að auka fylgið og ná að auka þingmannafjöld um fjóra þingmenn, þetta sýnir að fólk veit hvoru megin hjartað er, allavega eru þetta mannelskandi sálir.

Var megnið af kosninganóttinni á kosningaskrifstofu VG í Reykjanesbæ þar sem saman var kominn góður hópur fólks sem hugsar um það sem betur má fara á landinu, og þakka ég þeim fyrir móttökurnar. Svo fá félagarnir í VG á Grundarfirði kveðjur.


Búferlaflutningar

Já þá er komið að því að flytjast frá einu nesinu yfir á það næsta.

Ég var í dag suður í Reykjanesbæ, nánar tiltekið Keflavík að taka við lyklum að nýja heimilinu sem fjölskyldan mun flytja í um næstu helgi. Það er komin smá spenningur í fólkið, konan að skipta um vinnu, dóttirin að fara á nýjann leikskóla og ég um styttri veg að fara til vinnu þar sem ég hef unnið í Reykjavík um nokkurt skeið.

Sumir spyrja kanski hversvegna við flyttum ekki til Reykjavíkur, en ástæðan er einföld. Það er ekki verandi í Reykjavík nema þá helst til að vinna. Svo er svo mikil mengun þarna að ég vil ekki að dóttir mín alist upp við þetta stress sem þar er að auki. Maður er ekki lengi að skutlast á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og enn styttri tíma heiman frá sér og upp á flugvöll þegar farið skal í frí.

Ég er reyndar ánægður með að lögreglan er farin að herða tökin á fíkniefnaaulum í Keflavík svo að það verður ánægjulegra að koma þangað. Vona ég svo að það verði bara fínt að búa í Keflavík en ég á nokkra vini og kunningja þar um slóðir sem er ein af ástæðum fyrir flutningum þessum.

Góðar stundir.


Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband