Leita í fréttum mbl.is

Búferlaflutningar

Já þá er komið að því að flytjast frá einu nesinu yfir á það næsta.

Ég var í dag suður í Reykjanesbæ, nánar tiltekið Keflavík að taka við lyklum að nýja heimilinu sem fjölskyldan mun flytja í um næstu helgi. Það er komin smá spenningur í fólkið, konan að skipta um vinnu, dóttirin að fara á nýjann leikskóla og ég um styttri veg að fara til vinnu þar sem ég hef unnið í Reykjavík um nokkurt skeið.

Sumir spyrja kanski hversvegna við flyttum ekki til Reykjavíkur, en ástæðan er einföld. Það er ekki verandi í Reykjavík nema þá helst til að vinna. Svo er svo mikil mengun þarna að ég vil ekki að dóttir mín alist upp við þetta stress sem þar er að auki. Maður er ekki lengi að skutlast á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og enn styttri tíma heiman frá sér og upp á flugvöll þegar farið skal í frí.

Ég er reyndar ánægður með að lögreglan er farin að herða tökin á fíkniefnaaulum í Keflavík svo að það verður ánægjulegra að koma þangað. Vona ég svo að það verði bara fínt að búa í Keflavík en ég á nokkra vini og kunningja þar um slóðir sem er ein af ástæðum fyrir flutningum þessum.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já ég hef kynt mér stefnuskrána en mér líkar ekki allt sem þar er sagt.

Ég er hinsvegar hissa á að þú skyldir vera þar, þar sem skoðanir þínar eru meira í ætt við Frjálslynda flokksins

Ólafur Björn Ólafsson, 10.5.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband