25.4.2008 | 21:59
Ekki með númer!!! BULL OG MEIRA BULL!!!
Ef þessir aular þykjast ekki hafa númer þá eru þeir ekki lögreglumenn.
Hví segi ég það?
Jú því samkvæmt reglugerð nr8/2007 er ein góð grein og er hún eftirfarandi
10. gr.
Lögreglunúmer.
Allir lögreglumenn, sem lokið hafa prófi frá Lögregluskóla ríkisins, svo og lögreglunemar, skulu fá úthlutað fjögurra stafa lögreglunúmeri. Ríkislögreglustjóri annast úthlutun lögreglunúmera og haldast þau óbreytt meðan lögreglumenn eru í starfi.
Fyrstu tveir stafir númersins ráðast af byrjunarári í lögreglu en tveir þeir síðari segja til um röðun þeirra sem ráðnir eru á sama ári. Ef tveir eða fleiri byrja á sama tíma skal sá sem eldri er fá lægra númer.
Númerin skulu vera ísaumuð gylltum þræði í svartan efnisbút, sem er 25 x 47 mm í þvermál. Númerin eru 12 mm á hæð og 37 mm á lengd (4 tölustafir). Letrið skal vera gyllt blokkskrift. Lögreglunúmer skal festa á smeyga lögreglumanna. Lögreglunúmer er ekki notað á jakka 1.
Afleysingamenn og héraðslögreglumenn fá úthlutað svokölluðu H-númeri, sem er númer sem byrjar á bókstafnum H og hlaupandi númeraröð (H001-H9999), sem raðað er eftir skráðum byrjunardegi. Þegar tveir eða fleiri eru ráðnir á sama tíma gildir sama regla og um fastráðna lögreglumenn. Afleysingamenn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, svo og héraðslögreglumenn, bera ekki lögreglunúmer á einkennisfatnaði sínum.
Aldrei má úthluta lögreglunúmeri sem annar maður hefur borið. Á þetta jafnt við um alla lögreglumenn hvernig sem ráðningarform hefur verið. Ríkislögreglustjóri getur sett nánari reglur um lögreglunúmer.
Þannig að ef einkennisklæddur "apaköttur" þykist ekki hafa númer þá skal hiklaust kalla til lögreglumann sem auðsjáanlega hefur númer og kæra þann númerslausa fyrir að villa á sér heimildir þar sem hann er auðsjáanlega að brjóta 117.gr laga nr 19 frá 1940 en hún er svona
117. gr. Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi notar opinberlega eða í ólögmætum tilgangi einkenni, merki eða einkennisbúning, sem áskilinn er íslenskum eða erlendum stjórnvöldum eða hermönnum, eða einkenni, merki eða búning, sem er svo áþekkur hinum ofannefndu, að hætta er á, að á verði villst, skal sæta sektum.
Til vara ætla ég þá að setja 116gr sömu laga
116. gr. Hver, sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]1) eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum.
Svona er þetta að sinni þar sem ég fann ekki í lagasafninu greinina sem fjallar um ólögmæta eyðingu sönnunargagna.
Munið svo að allir lögreglumenn eru með númer hversu mikið eða lítið þeir eru skreyttir.
Svo sagði pabbi mér að svona vinnubrögð væru ekki stétt sinni til sóma og minni ég á pistil gærdagsins um það mál.
http://1kaldi.blog.is/blog/1kaldi/entry/518898/
Góðar stundir.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Flottur pistill, þetta er einmitt það sem fólk þarf að vita.
Andri (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:29
Sjonni:
Ég er bara að vinna hér þar sem nafli alheimsins er Keflavíkurflugvelli, þar sem þarf að koma niður einhverri olíulögn.
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 27.4.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.