Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Meira en bara skrítið...

Það að fara til starfa sem "hermaður" og vera svo á egin ábyrgð er meir en lítið skrítið. En þetta er raunveruleikinn sem byrtist þeim sem fóru fyrir Íslands hönd til friðargæslustarfa í Afganistan.

Þegar þeirra æðsti yfirmaður offursti að tign fór með þá í einkaerindum til að kaupa teppi er samkvæmt öllum venjulegum reglum brot í starfi. En þar sem íslenska ríkið hefur líklega þessar reglur í huga þá er það sýknað af þessum kröfum.

Offurstinn hinsvegar heldur sínu striki sviptur tigninni en ekki ærunni, hann braut af sér með því að taka menn í opinberri þjónustu með sér til að gæta sín á meðan hann stundaði einkaviðskipti í sína þágu. Hvað er gert með hann???

Hann er ekki dæmdur en hann var sendur heim fyr en áætlað var, blikk nælt á brjóstið hann þjónaði föðurlandinu. Hinir særðu menn sem fylgdu yfirmanni sínum þarna fengu að vísu blikk á brjóstið, reyndar aðra staði líka. en þeir fá engar bætur þar sem hvorki ríkið né hinn brotlegi offursti þurfa að borga.

Þetta minnir mann á að fylgja ekki hverjum sem er í bardaga. Man allavega eftir því þegar ég sá mynd af þessum offursta í fyrsta skipti. Hann minti mig á viðrini sem ekkert vill nema strípur og borða en kann hinsvegar ekki að nota valdið sem því fylgir.

Það sýndi sig líka þarna suðurfrá, hann átti bara að halda sig í flugturninum í staðin fyrir alla þessa sýndarmensku frammi fyrir hinum reyndu hermönnum sem voru þarna frá að vísu öðrum löndum en Íslandi.

Það heyrist hinsvegar minna frá hinum offurstanum, þessum sem tók við. Hann virtist vera álíka merkikerti en það fréttist minna af honum líklega vegna þess að hann kann betur að láta minna fyrir sér fara. Hann gerir þá kanski færri mistök.

Ég er á því að ef við sem þjóð ætlum að fara að senda menn til friðargæslustarfa þá á þeirra æðsti yfirmaður að koma úr röðum manna sem hafa reynslu af stjórnun svo sem lögreglu eða Landhelgisgæslu. Það í sjálfu sér útilokar mig ef einhver var að hugsa um að ég vilji taka svona að mér... :)

Þessir menn hafa sýnt sig og sannað í friðargæslustörfum og er meiri virðing borin fyrir þeim en þessum borgurum sem eru dubbaðir uppí einkennisbúning og kallaðir offurstar sem er hermannatitill og Ísland á ekki að hafa her. Við getum sent þessa menn og sagt að þeir séu á vegum Landhelgisgæslunnar og þá er hægt að nota titla sem tilheyra þeim geiranum og væri þá jafningi offurstans, kafteinn.

Ekki meir að sinni...

Kaldi


mbl.is Sérkennileg staða komin upp í friðargæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband