Leita í fréttum mbl.is

Meira ruglið að "færa" frídaga...

Það ætti frekar að hugsa aðeins út fyrir ramman og hætta þessu sem ég tel vera bull, að "færa" frídaga að helgum.

Í raun á að taka annan pól í hæðina og bæta frekar við einum eða tveim frídögum við og lengja þannig fríið. Ef frídagur lendir á Fimmtudegi á að bæta Föstudeginum einfaldlega við sem frídegi.

Það er líka ástæða fyrir því afhverju frídagur er frídagur, þarf varla að taka fram að það sé vegna þess að þá á að vera frí. Berjumst frekar fyrir auka frídegi fremur en að "færa" lögboðna frídaga til. Ef við tökum hinsvegar uppá því að "færa lögboðna drídaga getum við þá ekki alveg eins fært Jólin, frestað þeim fram í Maí eða eitthvað álíka? Þessir dagar missa merkingu sína og menn bera minni virðingu fyrir þeim ef þeir verða færðir.

Þetta er mín skoðun og þið megið halda það sem þið viljið um hana, enda vil ég frekar meira frí með fjölskyldunni.


mbl.is Skora á þingmenn að færa frídaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segirðu. Ég skil ekki þetta fólk, sem vill endilega hrúga saman frídögum á einn dag. Af því að í dag er 1. maí, þá veit ég nú hreinlega ekki, hvernig væri hægt að færa hann fram að helgi eða yfir á aðra daga. 1. maí er jú fyrsti dagur maímánaðar og búið að taka hann frá sem Baráttudag verkalýðsins, og svo er um allan heim. Það er ekki hægt að færa slíkan dag til eða frá í dagatalinu. Það er alltaf verið að tala um, að við myndum skera okkur úr, ef við viljum ekki vera í alþjóðasamstarfi eins og ESB, sem má alveg missa sín, - en hvað yrði þá sagt, ef við héldum ekki upp á 1. maí ein allra þjóða, og það allt vegna þess að einhverjir sérvitringar vilja endilega taka hann af og færa hann og setja hann í hrúgu annarra hátíðisdaga undir lok vikunnar, óháð því, hvaða vikudag 1. maí annars ber upp á? Nóg er nú skopast að einkennilegheitunum í okkur Íslendingunum og sérvitringshætti, þótt þetta bætist nú ekki við. Ég er algerlega á móti þessarri vitleysu með að færa til hátíðisdaga og hrúga þeim mörgum á einn einstakan dag. Það kæmi tóm vitleysa út úr slíku og heldur ekkert hagræði í því, hvernig sem á það er litið. Því er betra að láta það ógert.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 13:10

2 Smámynd: Már Elíson

Ég er persónulega nokk sammála, að mörgu leyti...en..1. maí, 17.júni og jól eru vart heryfanleg, en þetta sífellda "annar" í öllu er óþolandi dæmi og nánast algerlega óþekkt fyrirbæri hjá flestum siðmentuðum nútímavæddum þjóðum.

Hins vegar þegar fimmtudagur er "frídagur" þá er föstudagurinn nánast ónýtur hjá mörgum og sérstaklega er þetta slæmt í þjónustugreinum og verksmiðjum sem þurfa að stoopa starfssemi eða setja vélar og tæki á "hold" útaf þessari þvælu.

Í Englandi er þetta þannig að árið er lesið út og svokölluðum "bank holidays" er bætt við á mánudegi EF t.d. jól, páskar eða annað jubbilí lendir á helgi.

Það er hundleiðinlegt og lítill frídagur fyrir marga ef t.d. 17.júní hittir á laugardag eða sunnudag. - En svo er þessi Djöflaeyja hvort eð er ennþá í svart/hvítu að mörgu leyti ennþá og ennþá að finna upp hjólið og ekkert má hreyfa.

Már Elíson, 1.5.2014 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband