Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Að banna veiðarnar er glæpur!

Eða hvað?

Ég er sammála farmanna og fiskimannasambandinu að ekki egi að banna hvalveiðar.

Er reyndar líka stuðningsmaður annars flokksins af þeim tveim sem eru nú í stjórnarmyndunarviðræðum.

Ég mun harma það ef þeir gera atvinnulífinu það að banna hvalveiðar, sérstaklega eins og staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er.

Hvalveiðar koma til með að skapa mörg störf sem kæmi til með að verða smá léttir fyrir atvinnuleitendur í sinni atvinnuleit.

Ef rétt er staðið að málum þá munum við ekki verða fyrir tjóni útávið, þannig að friðar"spillis" og græningja hreyfingar geta haldið sig til hlés.

Þessar hreyfingar hafa heldur ekki komið með sannfærandi rök fyrir því hversvegna ætti ekki að leyfa hvalveiðar.


mbl.is Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalega líkir

Ætli hann fái svo ekki einhver Hollywood tilboð og fari að leika Obama í kvikmyndum???
mbl.is Græðir á Obama og útlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nasistabúningurinn flottur!!!

Það er gaman að sjá og heyra bullið í fólki sem telur alla einkennisbúninga 3ja ríkisins vera nasistabúninga.

Staðreyndin er að margir eru þessir búningarnir svo svipaðir í sniðum yfir heildina (og þá er ég að tala um á heimsvísu en ekki bara 3ja ríkið) að þetta ætti allt að flokkast undir nasistabúninga.

Eftir seinni heimstyrjöld tóku austur þýskir uppá því að halda í svipað snið á búningum og "nasistarnir" notuðu meirað segja sömu litaflóru einkennisbúninga.

Í mínum huga þá voru nasistabúningarnir eingöngu þeir sem tilheyrðu SS, SA, og NSDAP, og ég ætlast ekki til þess að fólk viti hvað tvö síðarnefndu eru.

Claus von Stauffenberg kom úr þýska hernum og var stoltið þar yfirleitt þannig að þeir vildu helst ekki láta spyrða sig við nasistana nema að litlu leiti.

Svo er einfallt að finna út hvað var nasisti og hvað ekki, en að sjálfsögðu er ekki heldur hægt að ætlast til þess að fólk viti hvað það er heldur ekki frekar en að þekkja nasistabúninga frá öðrum.

Hér er tengill á síðu þar sem merki nasistanna (SS) er eins og það var á einkennisbúningum ásamt nöfnum sem tengjast hverju merki:  http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=371

Og hér er sama en frá Þýska hernum, takið eftir því að tignarheiti eru ekki þau sömu enda notaðist herinn við herheiti en nasistarnir við önnur.

http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=367

Kveðja

Kaldi


mbl.is Þótti nasistabúningurinn flottur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er ein sem á orðuna skilið

Óska ég Hildi Sæmundsdóttur eða Hildi ljósmóður eins og við þekkjum hana á Grundarfirði til hamingju með orðuna.

Um leið vil ég óska öllum gleðilegs árs.


mbl.is Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband