Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Pósturinn seinn eða í einstefnu.

Eitt af mínum áhugamálum er að safna merkjum, ekki frímerkjum heldur svokölluðum tignarmerkjum. Þessi áhugi byrjaði hjá mér fyrir einhverjum árum síðan, en þar sem erfitt getur verið að finna og fá íslensk merki vegna þeirra reglna sem margir þeir aðilar sem slík merki nota hafa.

Merki frá Securitas er mjög erfitt að fá og eins frá Landhelgisgæslunni og friðargæslunni ásamt fleiri aðiljum.

Mér áskotnaðist fyrir nokkru síðan kaskeyti frá Lögreglunni og notaði ég tækifærið og sendi húfuna til Portúgal þar sem einn kollegi minn í safnaraheimum langaði til að skipta við mig. Í staðin sendi hann mér tignarmerki lögreglunna í Madeira borg, við sendum hvor sinn pakkann á sama degi.

Pakkinn til mín kom sextánda Apríl en pakkinn sem félagi minn á að fá er ekki kominn til hans þegar þetta er ritað. Hvað er að hjá póstinum? Er pósturinn að hraðferð í aðra áttina en ekki hina?

Þegar ég sendi eitthvað frá mér þá vil ég að það komist hratt og örugglega til skila en að þurfa að bíða í langan tíma eftir því að pósturinn skili sér til viðtakanda er óæskilegt. Þetta gæti kostað það að ég þurfi að fljúga sjálfur með pakkana sem ég sendi með tilheyrandi kostnaði þó svo að þeir sem senda mér eitthvað geti sent með póstinum þar sem svo virðist sem hann fari í einstefnu, til landsins en ekki frá landinu.

Svona til að hafa allann vara á þá verður kanski að koma fram að pakkinn sem ég sendi er öllu stærri en pakkinn sem sendur var til mín. Það gæti verið hluti af skýringunni hversvegna pakkinn er svona seint kominn til skila.

Svo fyrir forvitna þá er hér tengill á heimasíðu mína þar sem hægt er að skoða hluta af safninu mínu

http://www.kaldi.is/merkjavara/merkjasafnid/merkjasafn.htm

Góðar stundir og gleðilegt sumar.


Landsfundir

Aldrey á æfinni hef ég orðið vitni af annarri eins vitleysu.

"Eins og talað úr mínu hjarta" eru orð sem ég mun seint gleyma eftir þessa helgi. Ég fæ æluna uppí kokSick þegar maður les blogg heilaþveginna pólitíkusaShocking Sem elska, dýrka, dá, formannin sinn og sjá ekki sólina fyrir þessarri vitleysu sem vellur uppúr þeim.

Loforðalistar flokkanna eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki eru formennirnir heldur svo heillandi að vert sé að henda atkvæðinu í þá. Geir og hans flokkur er búinn að vera of lengi við stjórnvölinn, Bibba (Ingibjörg) og samfylkingin er eitthvað sem ég fæ klýgju yfir og ekki virðist það betra annarsstaðar.

Ég er talið mig vera meira til vinstri en miðað við loforðalista flokkanna þá sé ég í fljótu bragði ekki neitt sem gæti fengið mig til að kjósa þá ekki nema þá kanski Íslandshreyfingin en þeir eru eini flokkurinn sem vill afnema skatta á aldraða og öryrkja á móti kemur að þeir eru heilaþvegnir af þessu EES máli og vilja okkur sem fyrst til Brussel svo þá er ekki vert að henda atkvæðinu þangað.

Frjálslyndi Flokkurinn er þá sá eini sem eftir stendur vegna þess höfuðmáls um kvóta sem þeir hafa á stefnuskránni. Þeir vilja ekki ganga í EES sem gerir mig sáttan, það er bara svo að Flokkurinn er misskilinn þar sem andstæðingar þeirra tala um þá eins og rasista, þessir andstæðingar eru bara ekki betur gefnir en þetta svo þeim er vorkun (fá samt ekki samúðaratkvæði).


Varaliðið hans Björns Bjarna

Heyrði í dag viðtal við fráfarandi framkvæmdarstjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem hann fjallaði um varaliðið sem Björn Bjarnason talaði um um daginn.

Þar kom fram að hann er eins og ég hlyntur því að komið verði upp varaliði sem búið væri þjálfuðum mönnum sem kæmu meðal annars úr röðum björgunarsveita. Ég heirði hvergi minst á að um væri að ræða vopnað lið þar sem ég hef enga trú á að björgunarsveitarfólk vilji koma nálægt svoleiðis tólum. Það kom hinsvegar fram að mönnum væri í sjálfsvald sett hvort það vildi tilheyra svona liði eins og varaliðið á að vera, sem varalið til löggæslustarfa (ekki hernaðarstarfa eins og samfylkingarmenn tala um).

Svo til að bæta við þá get ég allveg hugsað mér að vera í þessu varaliði en eingöngu með því skilyrði að allir sem þar munu starfa verði lausir við að þurfa að burðast með stríðstól, semsagt varalögreglulið en ekki her.


Hver beitti hvern þrýstingi???

Svona eru deilumálin í heiminum í dag, reyndar hefur það svo verið áður líka.

Spurningarnar sem spretta upp í kjölfarið eru:

1) En hverjum skal trúað?

2) Hver beitti hvern þrýstingi?

3) Hvað er verið að fela og fyrir hverjum?

Jú það er kanski erfitt að svara þessu en ég get reynt við síðustu spurninguna, svar mitt við henni mun þá vera eftirfarandi:

Þeir eru að fela sannleikann fyrir sjálfum sér svipað og maðurinn sem leggur kapal og svindlar til að hann gangi upp...

eða hvað???


mbl.is Íranar segja Breta hafa beitt 15 sjóliða þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband