Leita í fréttum mbl.is

Forræðishyggja heimsins

Það er ýmislegt skrýtið sem maður les í fréttum sem lítur út fyrir að vera brot á mannréttindum, og tel ég að fólk hljóti að verða áhyggjufullt í sambandi við forræðishyggju stjórnvalda.

Bretarnir sem hafa eins og við bannað reykingar á veitingahúsum eru að fara að meina fólki sem reykir að gerast fósturforeldrar, næst verður líklega öllu reykingafólki meinað að eignast börn. Svo eru það Baunarnir, þeir reka fólk úr vinnu fyrir það eitt að hylja andlit. Hafa meira að segja ráðherraheimild til þess. Það er ég viss um að mannréttindadómstóll myndi dæma Danina seka fyrir svona nokkuð.

Ég hef séð marga foreldra barna sem reykj og ekki virðist börnunum hafa orðið meint af. Ég hef líka séð nokkra fósturforeldra sem reykja og ekki hef ég heldur séð að börnunum hafi orðið meint af.

Svo þetta með að hylja andlitið þá verð ég að viðurkenna að það eru fjölmargir sem ekki sjá framan í mig þegar ég tala við þá, hvers vegna? Jú mikið af samskiptum mínum við aðra er í gegnum síma og er það þess valdandi að viðmælandi sér ekki framann í mig. Ég hef ekki séð að þetta hafi hamlandi áhrif á samskipti mín við aðra. Það að hylja andlit er val hvers fyrir sig og ef einhver ákveður að hylja andlitið á hvaða forsendum sem hann/hún vill þá sé ég ekkert athugavert við það.

Fólk sem reykir hefur valið það sjálft og á að eiga það við sig hvort það vilji hætta að reykja, það á að sama skapi ekki að þvinga fólk til að hætta reykingum þó að um ósóma sé að ræða.

Ég banna ekki fólki að reykja og ég banna ekki fólki að hylja andlit sitt. Ég er ekki með nefið í hvers mans koppi til að athuga hvort þessi eða hinn sé að breyta rétt eða rangt gagnvart samfélaginu. Ég er á móti þessarri forræðishyggju og kröfum sem misvitrir stjórnmálamenn og aðrir setja fram til að meina fólki að lifa sem frjálsir einstaklingar í frjálsu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Nákvæmlega, gæti ekki verið meira sammála,  þetta er alveg að verða gott.

Hafdís Jóhannsdóttir, 26.6.2007 kl. 01:26

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Gott að vita til þess að einhverjir eru sammála því sem maður skrifar, takk

Ólafur Björn Ólafsson, 26.6.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband