18.5.2007 | 20:44
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Nú um helgina er landsþing hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er því mikið af góðu fólki í Reykjanesbæ, en þar er landsþingið haldið að þessu sinni. Björgunarmál hafa verið mér hugleikin enda starfað í björgunarsveit síðan í Maí 1991.
Þar sem ég er nýfluttur til Reykjanesbæjar nota ég tækifærið til að mæta á landsþing til að frétta ýmislegt um björgunarstörf annarsstaðar og jafnvel að kynna mér nýjungar í björgunarmálum.
Reyndar hef ég í gegnum björgunarstarfið aflað mér vissrar sérhæfingar á áhugasviðinu en það er það sem við köllum leitartækni. Leitartækni er skemmtilegt fag og góðir leitarmenn geta fundið hvað sem er og hvern sem er ef út í það er farið. Sem dæmi má segja að hver gangandi maður skilur eftir sig minst tvöþúsund vísbendingar á hvern kílómeter sem eru meðal fjöldi skrefa sem farin eru á hverjum kílómeter, fyrir nú utan allar aðrar vísbendingar sem hver og einn skilur eftir.
Svo eru fleiri áhugamál innan björgunargeirans sem ég hef áhuga á eins og fjarskiptamál og þar er af nógu að taka með tilkomu TETRA sem viðbót við önnur fjarskiptakerfi.
Semsagt vonandi ánægjuleg helgi framundan í hópi svo góðs fólks sem björgunarfólk er.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.