22.2.2012 | 19:32
Mismunun...
Sem felst í því að ekki hafa öll börn á landinu jafnann aðgang að þessum banka sem hefur haft svo mörg nöfn að erfitt er að muna.
Hér á Reykjanesi er ekki eitt einasta utibú og komast því börn frá Garði, Sandgerði, Reykjanesbæ, Vogum, og Grindavík ekki auðveldlega inn í Hafnarfjörð til að fá þetta blað.
Þetta er mismunun enda gerir maður sér grein fyrir því að það hafa heldur ekki allir á Suðurnesjum efni á að aka til Hafnarfjarðar með börnin sín.
En heppin eru þau börn sem höfðu möguleikann á að fara í þennan margnafna banka til að fá sitt eintak af Andrésar andar blaðinu.
Svo get ég bætt við að minn viðskiptabanki er með útibú í Reykjanesbæ og því stutt fyrir mig að fara í bankann þó ég hringi oftar.
Mikið sungið í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það má bæta við að þessi sami banki lokaði útibúi hér á Suðurnesjum vegna "sparnaðar" hve gáfulega sem það hljómar horfandi á gróða bankans...
Ólafur Björn Ólafsson, 22.2.2012 kl. 19:38
Almáttugur, þvílíkur vælulýður á veraldarvefnum!
Er þér virkilega alvara?
Er hægt að væla út af öllu nú til dags?
Þó að bankinn hafi látið þig borga öll þau lán sem þú hefur tekið yfir árin og þér þyki það ömurlegt að þurfa að borga þau, þá þýðir það ekki að Arionbanki beiti misrétti afþví að hann er ekki með útibú í hverju þéttbýli landsins.
Eins og ég segi, þvílíkur vælulýður.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 20:11
Þú hefur greinilega ekki lesið alla færsluna...
Þessi umræddi banki er EKKI minn viðskiptabanki og hefur aldrei verið. Ég er með alla mína þjónustu hjá öðrum banka sem ekki hefur verið í sífelldum nafnabreytingum...
Einu lánin sem ég hef eru frá Íbúðalánasjóði... Kanski spurning að þú fáir vælubílinn til þín... :)
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 22.2.2012 kl. 21:28
Kaupa-þingið-banki=Arionbanki "gefur" börnum örþunnt öskudags-Andrésblað! Börnum sem misst hafa fjölskyldur og heimili vegna bankaráns!!!
Fyrst kaupir bankinn þingið og svo kaupir hann börnin.
Er þetta virkilega að gerast, án þess að fólk skilji brenglunar-sálfræði bankans í þessu???
Bankar og fjármálastofnanir hafa lánað og innheimt ó-lögvarðar skuldir með svikum og prettum, og stjórnarskráin er ekki einu sinni WC-pappírs-virði fyrir þessum sjúklingum, sem stjórna "banka-góðmennskunni".
Þetta minnir mig á gamla John D. Rocefeller, sem gaf börnum smápeninga, til að verða aftur vinsæll í Ameríku, eftir öll BILDENBERG-LEYNIFÉLAGS-SVIKIN. "Barngóða" gamalmennið??? Í leynifélögum eru margir kallaðir en fáir útvaldir (eins og í flestum félögum).
Öll leynifélög samanstanda af innsta kjarna og nytsömum sakleysingjum. Sakleysingjarnir eru eins og upptrekktar dúkkur. Þeir hlaupa út og suður fyrir yfirboðara sína, en hafa enga yfirsýn yfir hvað raunverulega er að gerast. Þeir eru notaðir til að koma af stað vígbúnaðarkapphlaupum, opna lönd fyrir lánum, ,,friðsamlegri verslun" o.s.frv.
Hvert var hlutverk leynimakkarans Bernhard prins af Hollandi, eiginmanns Hollandsdrottningar, hluthafa í Royal Dutch Shell, í þessu "Íslands-öskudags-barnaláni"???
Og "vælulýður" eru þeir kallaðir, sem gagnrýna svikular banka-kaupsýslu-aðferðirnar!
Lýsingarorðið misrétti er afskaplega vægt til orða tekið, um svona saklausra-barna-banka-rán.
Minni á vef Jóhannesar Björns: vald.is og vef Guðbjörns Jónssonar: gudbjornj.blog.is.
Það er ekki í boði að sofa á gagnrýni-verðinum núna, eins og gert var alla tíð fram að hruninu árið 2008!!!
Sá sem skilur lyklana eftir í bílnum sínum, fær hann ekki bættan ef honum verður stolið!!!
Skiljanlega!!!
M.b.kv.
8
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.2.2012 kl. 22:25
...afsakið 8 þarna neðst, sem er prentvilla.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.2.2012 kl. 22:32
Þakka þér Anna Sigríður fyrir þessa ágætisupprifjun um John D. Rockefeller. Það er nefnilega þörf áminning um að maður á ekki að gleyma sögunni, hún endurtekur sig í sífellu...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 22.2.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.