30.11.2010 | 19:41
Allrar þjóðarinnar???
Svona til að lýsa minni skoðun á þessu virðist mér eftirfarandi eiga við...
Þarna sést hvernig fer ef landið verður eitt kjördæmi.
Þetta þing ætti með réttu að kallast "miðborgarþing", eða 101 þingið...
Það að 101 liðið sé kjörið vegna getuleysis þjóðar í mætingu er hneysa. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti virðist vera kratar og þeir eru flestir flokkaðir sem landráðalið, vilja nefnilega selja fullveldið til Brussel.
Ég er sáttur við að meirihluti sé þó fyrir því að rjúfa beri strenginn milli ríkis og kirkju. Tel ég það verða til þess að kirkjan komi til með að njóta sín betur eftir það, jafnvel að eitthvað fjölgi fylgisveinum og meyjum...
Ef það verður eitthvað hróflað við greinum þeim í stjórnarskránni sem snúa að fullveldi þjóðarinnar, og þá til að veita heimild til framsals fullveldis þá kýs ég á móti nýrri stjórnarskrá.
Þeir sem vilja rýmka heimildir ríkisins til að framselja hluta fullveldis eru ekkert annað en landráðamenn og eiga ekkert erindi á þing.
Með kveðju og von um góða endurskoðun stjórnarskrár.
Þing allrar þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem ég tel mikilvægast í nýrri stjórnarskrá eru skýr lög um kynferðislegt ofbeldi. Samkvæmt konum sem mest vit hafa á kynferðislegu ofbeldi hafa nánast allar konur verið beittar kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi (síðast í dag, til dæmis, sáum við vitnisburð konu sem brotið hafði verið á m.a. með augnaráði sem gaf til kynna að hún væri ekki lengur barn, og setningunni: "þú ert ekki lengur stelpa þú ert kona". Það brot gegn konunni (þessi setning) átti sér stað 11. jan 1986. Það kynferðisbrot sem fólst í augnaráði sem gaf til kynna að hún, brotaþolinn, væri ekki lengur barn átti sér stað þegar brotaþoli var á bilinu 15 til 20 ára - og væntanlega einnig eftir það. Fyrst það er svo að nær allar konur hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af þessu eða öðru tagi þá gefur augaleið að nær allir karlmenn eru sínkt og heilagt að beita þær kynferðislegu ofbeldi. Samt ganga nær allir karlmenn landsins, já allir þessir glæpamenn lausir! Ég spyr: á það að viðgangast endalaust? Því málið er að kynferðisbrot gegn konum taka á sig svo óteljandi myndir: geta til dæmis verið á þann hátt, eins og við sáum á pressunni í dag, að viðkomandi fremji glæp sinn með því að segja : "þú ert ekki lengur stelpa, heldur kona." Eða með því að horfa á hana með augnaráði sem gefur til kynna að hann, brjótandinn, líti ekki lengur á hana sem barn, heldur sem konu. Þess vegna þarf svo ítarlega löggjöf um kynferðisglæpi gegn konum, þarf lög sem ná til dæmis utan um kynferðisbrot sem þessi.
asdis o. (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:07
Skýr lög um kynferðislegt ofbeldi á ekki heima í stjórnarskrá.
Ef farin væri sú leið að setja slík lög inní stjórnarskrá þá er spurning hvort ekki ætti að setja umferðarlögin þar inn líka og reyndar alla aðra lagabálka sem fyrirfinnast á landinu.
Það væri bara til að gera stjórnarskrána að þungu plaggi sem enginn nenti að kynna sér nema lögfræðingar.
Hugsunin er reyndar góð sem slík hjá þér.
Ég vil bara sjá harðari dóma í kynferðisbrotamálum, en ekki slíkann lagabálk í stjórnarskrá.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 1.12.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.