Leita í fréttum mbl.is

Það heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg

Hvað er að þessum fréttasnápum???

Þessi félagasamtök heita SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG og reynið að troða því inní ykkar haus fréttasnápar annars fáið þið ekki þann stimpil að vera fréttamenn.

En að öðru þá mun ég sem félagsmaður í Slysavarnafélaginu Landsbjörg fara til leitar með minni björgunarsveit til að finna manninn og bílinn.

Ef bíllinn finst á undan þá verður það vonandi til þess að maðurinn finnist skömmu síðar... 

Og svo tek ég ábyrgð á orðum mínum

Með kveðju

Kaldi


mbl.is Formleg leit að Andrési
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu en því miður er ekki bara við blaðamenn að sakast. Forsvarsmenn félagsins þ.m.t. ýmsir stjórnarmenn og starfsmenn tala bara um Landsbjörgu en ekki Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Svo er heimasíðan landsbjorg.is og ef þú vistar síðuna í favorite verður nafnið Landsbjörg.

Og gangi öllu björgunarsveitafólki vel í störfum sínum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 08:25

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þakka þér ábendinguna, fékk mig til að minnast þess að fólk er oft haldið fortíðarþrá...

Landsbjörg þegar það var og hét hafði 34 björgunar og hjálparsveitir en Slysavarnaféla Íslands var með yfir 100 sveitir þannig að þeir ættu að taka sig til og kalla þetta frekar Slysavarnafélag!!!

Og svo þakka ég kveðjuna til björgunarsveitafólks... :)

Ólafur Björn Ólafsson, 3.10.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ólafur. B. Ólafsson, Stormsson.  Það er ómælt verk sem að baki liggur í þeim hundrað + björgunarsveitum og stuðningsdeildum sem íslensk sjávarpláss og dalamenn hafa lagt til öryggis okkar farenda.  Svei þeim sem maka sig og skreyta upp úr verkum sem þeir aldrei unnu.  Slysavarnafélagið stóð á fólki af öllum aldri og af öllu skapi og var prjónað fram af þjóðinni en ekki monthænsnum. 

Hrólfur Þ Hraundal, 4.10.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já  og svo má við bæta að þegar haldið var uppá 80 ára afmæli björgunarstarfs í landinu þá var í raun verið að halda uppá 80 ára afmæli Slysavarnarfélags Íslands, en ekki Landsbjargar sem var stofnað þegar Landsamband flugbjörgunarsveita og Landsamband hjálparsveita Skáta voru sameinuð fyrir ekki svo löngu síðan...

Slysavarnafélagið Landsbjörg varð svo til þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust árið 1999...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.10.2010 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband