19.4.2010 | 22:47
Tilveran í dag...
Lenti á einni bloggsíðu í dag þar sem verið var að benda fólki á hvað væri í gangi hjá stjórnmálaflokkum... Ég ritaði eftirfarandi sem svar.
Það er að gerjast hjá mér viss óbeit á stjórnmálaflokkum. Þetta lýsir sér sem mikil ógleðistilfinning þegar sést til þessarra aðilja á þessum halelúja samkomum.
Þarna er fólk að koma saman og tigna sinn "guð" eða því sem næst. það er allavega mín sýn á málið. Dramadrotningar stíga á stokk og byðja hjörðina afsökunar en ekki þjóðina. Þetta er verra en versta martröð, þetta er raunveruleikinn sem blasir við manni í hverjum fréttatíma og á hverjum miðli.
Ég hef megnustu óbeit á þessu "fólki" sem telur sig vera yfir okkur hin hafin. Þetta "fólk" sem kemur á fjögurra ára fresti til að bjóða okkur góðann dag og betla atkvæðin okkar svo það geti haldið áfram að fyrirlíta okkur. Þegar kosningum lýkur þá er þetta "fólk" komið inní fílabeinsturninn og er hætt að heilsa manni útá götu. Það hefur fengið atkvæðið sem það óskaði sér. Nú er "fólkið" á sínum stalli að tala niður til hinna, "þið eruð ekki þjóðin" er sú setning sem ég kem til með að muna. Aldrei kosi þann flokk sem hafði þá dramadrotningu innanborðs, feginn ég.
Hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá er ég með enn fullkomnari skoðanir en áður á því hvernig pólitíkusar ega að vera, og að sjálfsögðu líka hvernig ekki...
Nú vil ég helst vera ópólitískur en það er nú varla hægt þar sem pólitíkin er eins og eldfjallaaskan, smýgur alsstaðar inn ef einhversstaðar er rifa hversu smá sem hún er.
Lifið heil
Kaldi
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn Ólafur. Á einhverju þurfa pólitíkusarnir að lifa?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.5.2010 kl. 03:48
Sæl Guðrún Magnea.
Það er rétt að á einhverju þurfa pólitíkusar að lifa, en ég tel þá geta lifað á einhverju öðru en spillingu og eginhagsmunapoti.
Það er hægt að koma öðrum að en einkavinum og svoleiðis afætum...
Ég stend við þennan pistil þar til ég fæ aðrar hugmyndir (dæmigert svar pólitíkusa)... Ég vil standa við þennan pistil og ég hef enga hentistefnu og þar af leiðandi get ég ekki verið samfylkingarmaður...
Ég hef ákveðnar skoðanir sem haldast óbreyttar þó svo að skoðanakannanir muni sýna framá að sú stefna sé óvinsæl (þetta er annað dæmi um hversvegna ég get ekki verið samfylkingarmaður)...
Ég er á því að stjórnmál egi að vera fyrir land og þjóð (þá er ég búinn að útiloka aðra flokka líka)...
Örorku og ellilífeyrisþegar ega að vera skattfrjálsir og án skerðinga á framfærslueyri... Þetta er mín skoðun og fær hún hvergi hljómgrunn innan nokkurs flokks...
Orð eins fyrverandi Alþingismanns sem ég man ekki nafnið á vekja mig líka til umhugsunar, hann sagði "Guð blessi landið þegar menntamennirnir fara að stjórna"...
Þetta var greynilega eini pólitíkusinn sem hefur sagt eitthvað af viti!!!
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 1.5.2010 kl. 05:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.