Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Að heilsast á sjó eða í höfnum.

Hér heilsast skipin. En gera þau það?

 Samkvæmt gamalli hefð heilsast skip með þjóðfánum, í kurteisis og viðurkenningarskyni, þegar þau sigla þétt fram hjá hvort öðru, í höfn eða á hafi úti.
Það skal gert á eftirfarandi hátt:
1) Um leið og skip sigla þétt framhjá hvort öðru í höfn eða á hafi úti, dregur það skipið sem frumkvæðið á, sinn fána niður með hægum jöfnum hraða þannig að neðri jaðar jaðrar við borðstokk eða, ef um rá er að ræða, er 3 til 4 fánabreiddir undir ráarenda. Í þessari stöðu er beðið með fánann, þar til hitt skipið hefur svarað kveðjunni til fullnustu.

 2) Skipið sem heilsað er, svarar kveðjunni með því að draga sinn fána niður með hægum og jöfnum hraða, þannig að neðri jaðar fánans jaðrar við borðstokk eða, ef um rá er að ræða 3 til 4 fánabreiddir undir ráarenda, og án tafa upp aftur.

 3) Skipið sem frumkvæði átti, lýkur nú kveðjunni með því að draga sinn fána að húni með hægum og jöfnum hraða.
Um varðskip er það svo að heilsa aldrei skipi að fyrra bragði með þjóðfánanum, en það svarar slíkum kurteisis- og viðurkenningarkveðjum skilyrðislaust. Þessu er lýst svo:
Varðskip svarar slíkri kveðju með því að draga fánann niður með hægum og jöfnum hraða, þannig að neðri jaðar fánans jaðrar við borðstokk eða, ef um rá er að ræða, er 3 til 4 fánabreiddir undir ráarenda, og án tafar upp aftur.

 Þannig var þessu lýst fyrir mér og gleymi ég seint.
Það væri hinsvegar gaman að sjá þessar kveðjur en, lítið virðist fara fyrir slíku í dag.

mbl.is Skipin heilsast enn í Faxaflóahöfnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband