Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
28.7.2009 | 21:32
Svo er að sjá sem ESB sinnarnir hafa fundið.....
Eitthvað á okkur andstæðingana.
Ég setti inn athugasemd hjá einum og var svo jafnharðann þurkaður út og bannaður á hans síðu vegna andESB sinnaðra skoðana.
Ég læt færslu mannsins fylgja hér að neðan ásamt athugasemd minni sem ég ritaði við pistil hans.
"
28.7.2009 | 19:32Brot á tjáningarfrelsi listamannsHræðsluáróður ESB andstæðinga hefur magnast upp eftir að Alþingi samþykkti að senda inn aðildarumsókn að bandalaginu. Hótað hefur verið stríði, jafnvel blóðugu og stofnun öfga-þjóðernisflokks verið boðuð.ESB andstæðingar vita að "áróðursstríðið" þeirra er tapað. Þeir eru orðnir örvæntingarfullir enda taka sífellt færri mark á þeim og sjá í gegnum lygarnar og blekkingarnar. Kannanir hafa sýnt að ESB aðild nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar og stuðningurinn virðist aðeins fara vaxandi.Lýðræðislegar kosningar eru ekki virtar. Vilji almennings er ekki virtur. Skoðanir þeirra eru hinn heilagi sannleikur að þeirra þröngsýna mati. Inn í málflutninginn blandast trúarofstæki og gamaldags útlendingafordómar. Þegar hræðsluáróðurinn gengur ekki í fólk er gripið til þjófnaðar.Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna, hefur nú þrívegis orðið fyrir barðinu á þjófum sem hafa ítrekað fjarlægt listaverk hans á Akureyri. Þjófarnir eru andstæðingar Evrópusambandsins og líkar illa sá listgjörningur Hlyns að flagga Evrópusambandsfánanum á hólma í tjörninni við Drottningarbraut. Þjófnaður er ólöglegt athæfi eins og öllum er kunnugt um. ESB andstæðingar telja hinsvegar að það sé tjáningarfrelsi sitt að stela ef það hentar málstað þeirra.Andstæðingar Evrópusambandsins hafa sýnt að þeir eru tilbúnir að fremja ólögleg athæfi til að koma sínu á framfæri. Í kjölfar þjófnaðar fylgja alvarlegri brot og ef marka má hótanir þeirra þá er ekki langt í að slík brot verði framin. Því ættu yfirvöld að líta málið alvarlegum augum. En fyrst og fremst þarf að kenna ESB andstæðingum það að tjáningarfrelsi er virt á Íslandi og listgjörningur sem þessi er löglegur þó þeim líki hann ekki.Andstæðingar ESB mótmæla listaverki | |
Ábyrgðarmaður færsluTilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1 Hvað ef brotthvarf "tuskunnar" er svo túlkað sem gjörningur, vist form af listsköpun sem sýnir hina hliðina???Það er hægt að ræða ESB tuskuna lengi en ef þetta er það eina sem ESB sinnar hafa á andstæðingana í dag þá er þrettándinn orðinn frekar þunnur...Með kveðjuKaldiESB ANDSTÆÐINGUR!A.T.H. Þessi færsla er geymd hjá mér til betri tíma eins og allar aðrar sem fara á síður ESB sinna vegna ritskoðunarstefnu þeirra.Ólafur Björn Ólafsson, 28.7.2009 kl. 20:52
"
Ég reyndi að svara þessarri ritskoðun en þá var búið að banna mér aðgang að athugasemdum hjá aðilanum.
Þetta segir mér að hjá ESBsinnum er aðeins ein skoðun til og hana þekkja allir sem vilja, aðrar skoðanir eru ekki leyfðar.
Þetta er í mínum huga svipaðar aðferðir og hafa verið notaðar í gegnum aldirnar hjá einræðisherrum sem bönnuðu allar skoðanir nema sýnar egin.
Svo er bara að bíða og sjá hvort ESB viðhafi ekki líka svona ritskoðanir og banni allar skoðanir nema þá einu sem þeim þóknast.
Ef svo er þá er ég bara harðari andstæðingur fyrir vikið.
Með kveðju
Kaldi
Og munið þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af að ég banni athugasemdir hér nema orðaval ykkar hafi verið þannig en þá mun ég taka það fram áður en færsla er fjarlægð.
Andstæðingar ESB mótmæla listaverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2009 | 00:34
Að sögn farþega gaus upp rauk í ferjunni!!!
Hahahaha.....
Það er alveg brandari útaf fyrir sig hvað ritstjórn mbl.is er léleg.
Það að skrifa frétt beint upp frá norskri fréttaveitu og þýða beint á íslensku er skondið.
En að skrifa "Að sögn farþega gaus upp rauk" (røyk á Ísl = reykur) er bara til að sýna hve mikla málakunnáttu fólk hefur.
Svo vil ég taka fram að ég vona að enginn verði fyrir varanlegum skaða vegna þessa óhapps.
Með kveðju og von um mörg góð ár utan esb spillingarinnar, við höfum nóg með okkar :) ...
Kaldi hinn eini sanni.
Norsk ferja skall á bryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007