Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
28.5.2009 | 19:46
Það fáránlegasta sem hægt er að hugsa sér!!!!
Tekið skal fram að þetta er mín skoðun og á engann hátt tengt mbl.is eða Morgunblaðsins.
Það er nú svo að þessi ríkisstjórn eða ætti maður að segja óstjórn, er að framkvæma það vitlausasta sem um getur.
Þeir aðilar sem að þessu standa hafa greinilega minna en ekkert vit á hagfræði. Það að ætla að hækka álögur á eldsneyti, áfengi og tóbaki býður hættunni heim.
Ríkið græðir lítið sem ekkert af þessu þar sem það stefnir í að enginn muni hafa efni á þessum vörum, a.m.k. Ekki löglega og mun ríkið því ekki græða þar.
Það að ætla að apa svona vitleysu eftir norðmanninum er svona svipað og að finna alltaf upp hjólið aftur.
Norðmaðurinn er alltaf svo "gáfaður" að hækka verð á áfengi og tóbaki, varð til þess að menn fóru til Svíþjóðar eftir áfenginu og tóbakinu, þeir sem ekki gátu það brugguðu og seldu landaóþverann ti að hafa efni á tóbakinu ásamt öðrum nauðsynjavörum.
Svona neðanjarðarstarfsemi mun væntanlega fara aftur á skrið vegna þessarra hækkana sem munu ega sér stað sjálfsagt í kvöld og/eða nótt.
Hvernig fer svo fyrir þeim sem reka veitingastaði sem gera út á erlenda ferðamenn þegar áfengið hefur hækkað svona mikið? Menn voru farnir að tala um gósentíð þar sem túristinn væri loksins hættur að nöldra yfir háu verði á veitingahúsum og greiddu ánægðir reikninginn.
Nú ætlar ríkisstjórnin að skemma fyrir sér og þjóðinni þá leið sem raunverulega þarf að fara til að ná þjóðarskútunni aftur á flot.
Ef menn ætla að búa til peninga þá er ekki gáfulegt að læðast í vasa þeirra sem ekkert eiga. Það sem þarf að gera er að keyra á framkvæmdir til þess að búa til peninga.
Það er einfalt reikningsdæmi...
Ríkið leggur til fjármagn sem fengið var að láni frá AGS eða einhverjun öðrum = Framkvæmdir
Framkvæmdir (1)= Þarf að kaupa tæki og tól til framkvæmda = skattur af þeim kaupum
Framkvæmdir (2)=Vinna = Skattskyld laun (þar er ríkið farið að græða)
útborguð laun = fólk þarf að kaupa í sig og á, skattur borgaður af öllu sem keypt er (ríkið græðir svívirðilega)...
er hægt að hafa það einfaldara???
Minni á frétt sem ég heirði í gær um minnisvarðan um Kólumbus (eða einhvern álíka) sem á að flytja aftur á sinn stað til að skapa atvinnu og arð fyrir Spán eða Portúgal (man ekki hvort landið rætt var um en það er aukaatriði). Flurningurinn á minnisvarðanum og ástæðan fyrir flutningnum hlýtur að segja það sem segja þarf.
Kveðja frá Kalda
en kaldar kveðjur til ríkis"ó"stjórnarinnar sem virðist hafa tvö markmið,
a: setja þjóðina endanlega á hausinn með vitlausum skattahækkunum
b: Eyða einhverjum milljónum í jafnvitlaust atriði s.s. umsókn um EBé aðild.
Álögur á eldsneyti og áfengi hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007