Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
21.6.2007 | 22:28
Forræðishyggja heimsins
Það er ýmislegt skrýtið sem maður les í fréttum sem lítur út fyrir að vera brot á mannréttindum, og tel ég að fólk hljóti að verða áhyggjufullt í sambandi við forræðishyggju stjórnvalda.
Bretarnir sem hafa eins og við bannað reykingar á veitingahúsum eru að fara að meina fólki sem reykir að gerast fósturforeldrar, næst verður líklega öllu reykingafólki meinað að eignast börn. Svo eru það Baunarnir, þeir reka fólk úr vinnu fyrir það eitt að hylja andlit. Hafa meira að segja ráðherraheimild til þess. Það er ég viss um að mannréttindadómstóll myndi dæma Danina seka fyrir svona nokkuð.
Ég hef séð marga foreldra barna sem reykj og ekki virðist börnunum hafa orðið meint af. Ég hef líka séð nokkra fósturforeldra sem reykja og ekki hef ég heldur séð að börnunum hafi orðið meint af.
Svo þetta með að hylja andlitið þá verð ég að viðurkenna að það eru fjölmargir sem ekki sjá framan í mig þegar ég tala við þá, hvers vegna? Jú mikið af samskiptum mínum við aðra er í gegnum síma og er það þess valdandi að viðmælandi sér ekki framann í mig. Ég hef ekki séð að þetta hafi hamlandi áhrif á samskipti mín við aðra. Það að hylja andlit er val hvers fyrir sig og ef einhver ákveður að hylja andlitið á hvaða forsendum sem hann/hún vill þá sé ég ekkert athugavert við það.
Fólk sem reykir hefur valið það sjálft og á að eiga það við sig hvort það vilji hætta að reykja, það á að sama skapi ekki að þvinga fólk til að hætta reykingum þó að um ósóma sé að ræða.
Ég banna ekki fólki að reykja og ég banna ekki fólki að hylja andlit sitt. Ég er ekki með nefið í hvers mans koppi til að athuga hvort þessi eða hinn sé að breyta rétt eða rangt gagnvart samfélaginu. Ég er á móti þessarri forræðishyggju og kröfum sem misvitrir stjórnmálamenn og aðrir setja fram til að meina fólki að lifa sem frjálsir einstaklingar í frjálsu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 03:14
Þetta er skrýtin frétt!
Fyrir það fyrsta þá hef ég aldrei heirt talað um að sprengjuvörpur séu eldflaugar, þær notast til að kasta sprengjum lengra en maðurinn nær.
Svo er það þessi setning sem ekki klárast, þessi síðasta sem endar furðulega. Hvað eru fréttamenn MBL að gera í vinnuni? Ég vil að fréttin sé kláruð, ekki hálfkláruð lesið hér "Talsmenn Bandaríkjahers segja að eldflaugin hafi verið gerð með sprengjuvörpum eða eldflaugum, en að öðru leyti hafa heryfirvöld."
Já já, ókláruð setning!
Sex íraskir fangar létust í árás á fangabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 02:58
AF HVERJU EKKI DRYKK MEÐ ZERO KÓK?
Ég hef ekki fengið mér kók í nokkur ár og er fyllilega sáttur við að vera laus við kók og marga aðra gosdrykki. Ég hef megnustu óbeit á kók svo ég endurtek fyrirsögnina " Af hverju ekki drykk með ZERO KÓK "!
Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 22:44
AN-12 flugvél notuð
Þetta er skemtilegt, það er komið nýtt AEROFLOT flugfélag og þeir nota gömlu rússaflutningavélina Antonov AN-12. Þessar vélar eru fyrir löngu komnar til ára sinna en byrjað var að smíða þær uppúr 1960 en Sovéski herinn notaði AN-12 flutningavélar lengi vel.
Antonov AN-12 vélarnar voru smíðaðar bæði fyrir herflutninga og sem fraktflugvélar fyrir hin allmennu flugfélög.
Það má nálgast góðar upplýsingar um AN-12 hér: http://www.xp-office.de/an12technical.htm
Fyrsta flug Norðanflugs farið um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar