Leita í fréttum mbl.is

Það fáránlegasta sem hægt er að hugsa sér!!!!

Tekið skal fram að þetta er mín skoðun og á engann hátt tengt mbl.is eða Morgunblaðsins.

Það er nú svo að þessi ríkisstjórn eða ætti maður að segja óstjórn, er að framkvæma það vitlausasta sem um getur.

Þeir aðilar sem að þessu standa hafa greinilega minna en ekkert vit á hagfræði. Það að ætla að hækka álögur á eldsneyti, áfengi og tóbaki býður hættunni heim.

Ríkið græðir lítið sem ekkert af þessu þar sem það stefnir í að enginn muni hafa efni á þessum vörum, a.m.k. Ekki löglega og mun ríkið því ekki græða þar.

Það að ætla að apa svona vitleysu eftir norðmanninum er svona svipað og að finna alltaf upp hjólið aftur.

Norðmaðurinn er alltaf svo "gáfaður" að hækka verð á áfengi og tóbaki, varð til þess að menn fóru til Svíþjóðar eftir áfenginu og tóbakinu, þeir sem ekki gátu það brugguðu og seldu landaóþverann ti að hafa efni á tóbakinu ásamt öðrum nauðsynjavörum.

Svona neðanjarðarstarfsemi mun væntanlega fara aftur á skrið vegna þessarra hækkana sem munu ega sér stað sjálfsagt í kvöld og/eða nótt.

Hvernig fer svo fyrir þeim sem reka veitingastaði sem gera út á erlenda ferðamenn þegar áfengið hefur hækkað svona mikið? Menn voru farnir að tala um gósentíð þar sem túristinn væri loksins hættur að nöldra yfir háu verði á veitingahúsum og greiddu ánægðir reikninginn.

Nú ætlar ríkisstjórnin að skemma fyrir sér og þjóðinni þá leið sem raunverulega þarf að fara til að ná þjóðarskútunni aftur á flot.

Ef menn ætla að búa til peninga þá er ekki gáfulegt að læðast í vasa þeirra sem ekkert eiga. Það sem þarf að gera er að keyra á framkvæmdir til þess að búa til peninga.

Það er einfalt reikningsdæmi...

Ríkið leggur til fjármagn sem fengið var að láni frá AGS eða einhverjun öðrum = Framkvæmdir

Framkvæmdir (1)= Þarf að kaupa tæki og tól til framkvæmda = skattur af þeim kaupum

Framkvæmdir (2)=Vinna = Skattskyld laun (þar er ríkið farið að græða)

 útborguð laun = fólk þarf að kaupa í sig og á, skattur borgaður af öllu sem keypt er (ríkið græðir svívirðilega)...

er hægt að hafa það einfaldara???

Minni á frétt sem ég heirði í gær um minnisvarðan um Kólumbus (eða einhvern álíka) sem á að flytja aftur á sinn stað til að skapa atvinnu og arð fyrir Spán eða Portúgal (man ekki hvort landið rætt var um en það er aukaatriði). Flurningurinn á minnisvarðanum og ástæðan fyrir flutningnum hlýtur að segja það sem segja þarf.

Kveðja frá Kalda

en kaldar kveðjur til ríkis"ó"stjórnarinnar sem virðist hafa tvö markmið,

a: setja þjóðina endanlega á hausinn með vitlausum skattahækkunum

b: Eyða einhverjum milljónum í jafnvitlaust atriði s.s. umsókn um EBé aðild.


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að pælingin sé að reyna að nota álögur til að draga úr innflutningi og auka þannig vöruskiptajöfnuð þann sem á að nota í að borga af erlendu lánunum (Deutch Bank tekur ekki íslenskar).

Héðinn Björnsson, 28.5.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvernig má það vera þegar vöruskiptajöfnuður er búinn að vera jákvæður (meira flutt út en inn) síðustu mánuði?

Það er til einhver gjaldeyrir í landinu sem hægt er að nota til að auka framkvæmdir en enginn þorir að nota þá. Svo er ekki hægt að ávaxta þá peninga með því að greiða atvinnulausum fyrir að vera heima, negin hagkvæmni þar.

Ég mun fljótlega setja inn annan pistil um þetta mál síðar.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.5.2009 kl. 20:32

3 identicon

Og svo má ekki gleyma því, að það er minni refsing að smygla inn tóbaki og víni, en þungum eiturlyfjum og þessvegna verður smyglið ábatasamara og tekjur til ríkissjóðs gætu minnkað, samber í Svíþjóð þegar þeir snarhækkuð skatta á tóbak og urðu að lækka hann aftur eftir rúmt ár vegna þess að salan varð nánast engin. Smyglaða tóbakið var minst 30% ódýrara og nóg af því.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:25

4 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt, lánin mín hækka að lámarki um 4 hundrunð þúsund við þessa aðgerð. Ég er ekkert á móti þessum hækkunum en að þetta helvíti hækki höfuðstól húsnæðislána minna, það finnst mér helvítihart. Ég hef nú verið vinstri maður lengi, en er að missa alla trú á þeim Jóhönnu og Steingrími. Nær hefði verið að hækka skatta, þeir leggjast þó ekki á höfuðstól verðtryggðu lánanna. En þetta pakk sem er á alþingi er meir og minna skuldlaust og því er því alveg slétt sama. Hvet sem flesta að reyna að safna sér upphæð og koma sér úr landi, maður getur allavega enn borgað hjá Icelandair og Eimskipum með íslenskum krónum og því ættu gjaleyrishöftin að stoppa flutinginn

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Stærstur hluti þeirra sem eru á þingi eru vitleysingar sem hafa aldrey dýft hendi í kalt vatn (mín staðhæfing).

En ef þeir hafa gert það þá er það langt síðan og þeir búnir að gleyma okkur hinum sem þurfum að vinna harðri hendi við að afla tekna til þjóðarbúsins á meðan þingmenn eru áskrifendur að laununum sínum.

Ég er atvinnulaus í og búinn að vera frá áramótum og þessi aðgerð mun sjálfsagt setja mig á hausinn fyrir jól þannig að maður reynir bara að hugsa um einn dag í einu.

Það vill til að eins og staðan er á lánunum hjá mér þá get ég í raun látið ráðherrafíflið fá lyklana og afsalið af húsinu, hvatt landið og fæ ég ekki mikið samviskubit ef ég neyðist til að yfirgefa landið vegna einhverra fáráðlinga á þingi.

Ólafur Björn Ólafsson, 29.5.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband