Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði um að komast í Evrópuherinn!!!

Það verður þá dagurinn sem ég kem til með að samþykkja inngöngu í þetta miðstýringar og ógnaryfirvald sem Brussel pakkið stýrir.

Ef Ísland gengur í þetta veldi sem vill koma sér upp Evrópuher þá held ég að sé best að flytja héðan brott til einhvers ríkis sem ekki hefur her.

Það er nú svo að gleymst hefur að upplýsa um þann vilja Ebé að koma sér upp sérstökum Evrópuher og er það ekki einusinni nýtt hjá sambandinu að vilja svoleiðis.

Það var búið að hanna svokölluð tignarmerki fyrir einhverjum áratugum síðan eða 1954 þegar fyrstu tillögur að Evrópuher komu fram

eu-army-1954_18 Ef smelt er http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1000 þá er hægt að nálgast upprunann og sjá alla röðunina á tignargráðum þeim sem um ræðir. Þetta merki er fyrir Hershöfðingja Evrópuhers 1954

Seinna þá komu þeir fram með nýjar tillögur að tignarmerkjum fyrir meintann Evrópuher sem þeir vilja endilega stofna

eu-army-2001_16 Hershöfðingja merki Evrópuhers 2001. En smellið hér http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=999 til að sjá allar tignargráður.

Svo árið 2002 kom aftur ný útgáfa af tignarmerkjum fyrir væntanlegann Evrópuher.

eu-army-2002_17 Og er það síðasta útgáfan sem ég fann af þessum tillögum um tignarmerki fyri væntanlegan Evrópuher Ebé og Samfylkingarinnar http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=998 .

Ég vonast til að enginn komi til með að greiða fyrir inngöngu Íslands í þetta apparat sem vill stofna her sem inniheldur meðlimi frá öllum ríkjum sambandsins.

Ég á dóttur sem er rétt að verða 7 ára og vil ég ekki sjá hana þurfa að bera vopn eða einkennisbúning þess hers sem væntanlega verður stofnaður innan fárra ára.

Ég er mikill safnari einkennismerkja ýmiskonar en er sjálfur ekki mikið fyrir að vilja endilega þjóna í þeim báknum sem merkin koma frá.

Virðum stjórnarskrána, ekkert afsal á fullveldinu og Ísland herlaust.


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

En þú verður að átta þig á því Jón Frímann að stæðsta staðreyndin er samt sem áður sú að það eru uppi áætlanir um stofnun sérstaks evrópuhers.

Það hefur greynilega gleymst að kynna það fyrir þér þegar verið var að heilaþvo þig á þessu Ebé bulli.

Ólafur Björn Ólafsson, 1.2.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég hafði nú ekki velt þessu ESB máli fyrir mér frá þessum sjónarhóli en þetta er samt mjög áhugavert og enn ein ástæðan fyrir því að ganga ekki inn í þennan hagsmunaklúbb hinna ríku, stóru og sterku. En auðvitað kemur her þarna inn í því að ég held að ef í harðbakkann slær í samskiptum þjóða inn í ESB þá ráði hverjir séu stærstir, sterkastir og jafnvel með sterkasta herinn.

Jóhann Pétur Pétursson, 1.2.2009 kl. 19:25

4 identicon

úr Lisbon sáttmálanum;

"The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations."

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:38

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jón Frímann!

Ég sagði ALDREY að ebé væri með her.

Það sem ég sagði hinsvegar þá staðreynd vera að ebé væri að reyna að stofna slíkt innan sambandsins.

Hversu mikill sem útúrsnúningur þinn verður þá breytir það engu í sambandi við staðreeyndir sem best er að halda sér við.

Byrting mín á þessum merkjum VÆNTANLEGS (sem er ekki það sama og núverandi eða þáverandi) hers er að sýna framá að mikið hefur verið reynt í þá veru að stofna til slíks hers innan sambandsins.

Kanslari Þýskalands vill stofna svona her og það eru fleiri sem vilja það innan sambandsins, það eru staðreyndir sem þú getur ekki horft framhjá.

Og svo þegar upplýsingar um tignarmerki VÆNTANLEGS hers hafa komið fram í dagsljósið hjá merkjasöfnurum hlýtur það að segja manni að eitthvað hafi menn verið komnir lengra en látið er uppi um stofnun evrópuhers.

Það sést að síðasta útlitshönnun merkjanna frá 2002 var ekki eingöngu um landher eins og merki þessi sýna.

Heldur tóku þeir inn í myndina stofnun Evrópusjóher http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1002

og Evrópu flugher http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=997

Til að bæta við þessar upplýsingar um merki þessi þá var búið að hanna sérstök tignarmerki landhers í svokölluðum felulitum http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1001

Að þessu sögðu hlítur þú Jón Frímann að geta séð hversu menn voru komnir langt í hönnun merkja fyrir VÆNTANLEGANN evrópuher.

Svo ef að "stjórnarskrá" Ebé verður á endanum samþykt þá get ég ekki séð annað en að af stofnun Evrópuhers verði.

Hvort tignarmerkin hjá þeim her komi til með að verða 2002 útgáfan sem ég sýndi í pistlinum eður ei þá verður það eitthvað fyrir safnarann mig, en að vilja sjá eftir börnum og barnabörnum Íslands í svona villimannastofnun hef ég ekki áhuga á að sjá.

Ef þú svo endilega vilt komast í sambandið þá skaltu bara flytja þangað.

Ólafur Björn Ólafsson, 1.2.2009 kl. 20:47

6 identicon

það er ekki spurning hvort heldur hvenær ESB stíga þetta skref. Ástæðan fyrir þessari klausu í stjórnarskrá sambandsins er þaulhugsuð og framsetningin vegin og metin.

Það þíðir ekkert að rífast yfir því sem stendur skrifað í sáttmálann. En þetta eru náttúrulega trúarbrögð hjá þeim sem aðhyllast þennan klúbb, þeir taka engum sönsum, ljúga að sjálfum sér og öðrum.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:35

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er bara eins og það sem ég hef áður sagt.

Þeir sem aðhyllast inngöngu Ísland og þar með afsali fullveldis til Brusselvaldsins eru fyrir mér sem heilaþvegnir landráðamenn.

Þetta er kanski full sterkt orðað en staðreynd engu að síður ef litið er til stjórnarskrárinnar.

Svo þegar maður hefur skoðað ártölin á merkjum þeim sem fyrirhugað var að nota sem tignarmerki fyrirhugaðs evrópuhers þá sér maður að ekki er um neina nýja bólu að ræða.

Ólafur Björn Ólafsson, 1.2.2009 kl. 22:09

8 identicon

Vel mælt!

sandkassi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:17

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Jón Frímann: 

Það að vilja ganga í ESB núna á þessum tímapunkti mesta aumingjaskapinn. Í stað þess að hugsa hvernig Ísland geti staðið utan ESB er fólk að gefast upp á að vera sjálfstæð, bæði í stjórnmálalegu og efnahagslegu tilliti. En ég segi látum ekki tímabundnar þrengingar á sviði efnahags þjóðarinnar og stjórnarfars villa okkur sýn. Lítil þjóð með mikla sérhagsmuni á enga samleið í hagsmunaklúbb hinna stóru og ríku. Og afsal auðlinda kemur ekki undir nokkrum kringumstæðum til greina. Nú þegar eru aðrar þjóðir í kringum okkur farnar að hugsa sér gott til glóðarinnar. Ný ríkisstjórn leggur m.a. á það áherslu að auðlindir séu sameign þjóðarinnar, hvernig fer það saman með því að ESB fái úthlutunarvald yfir einhverju sem að er sameign okkar allra?

Jóhann Pétur Pétursson, 1.2.2009 kl. 22:41

10 identicon

Amen vid thvi

bendi a islenskt myndband um ESB

http://www.youtube.com/watch?v=onx_yd39g4c

ESB b (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:04

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég var búinn að sjá þetta myndband, þarna koma nokkrir góðir punktar sem áhugavert er að skoða.

Ólafur Björn Ólafsson, 2.2.2009 kl. 20:18

12 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það segirðu satt félagi. Annars er allt gott að frétta.

þú getur fundið mig á fésbók líka ef þú ert þar.

bara leita að Olafur Olafsson og ég er þar.

KVeðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.2.2009 kl. 20:34

13 identicon

Ísland óháð að eilífu.

Við fólkið í landinu gætum þurft að verja land okkar og líf seinna meir.

Verum ekki varnarlaus ef og þegar sú staða kemur upp.

Tek fram að mér leist ekki á hugmyndina um her þegar Björn Bjarna var að kynna hana.

Vil þó gera ísland verulega sterkt á alþjóðavísu þegar kemur að varnar og árásarmöguleikum okkar. Allavega í vörninni og þá til að ráðast gegn hættum langt í og á haf sem og á himnunum.

Getan til að fara lengra myndi svo byggjast upp við að koma upp vörnum.

Bragi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 20:35

14 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það kemur þá upp spurning í huga minn.

Ef Ísland sem dæmi tæki uppá því að stofna her (sem ég efast um að af verði), þá er spurningin um hversu mikinn mannfjölda fasta herinn þarf að hafa. Og svo hitt að þegar kemur að landvörnum þá væri ódýrast að hafa einn mann sem væri svokallaður hershöfðingi, látum hann hafa pening fyrir tíkallasíma (nóg til að hringja langlínusímtal) og þarf hann þá ekki nema að labba yfir í símann fimm mínútum eftir að innrás er hafin.

Hringja í óvininn og segja "við gefumst upp".

Svo er líka til saga um það þegar ameríkaninn var með allt sitt hafurtask á Keflavíkurflugvelli á æfingu þar sem örfáir Norðmenn völtuðu yfir þá.

Það segir mér að við hefðum ekki roð í góða sérsveitarmenn, og Norðmaðurinn hefur ekki verið gjarn á að gera sig stóra frá hernaðarlegu sjónarmiði.

Ólafur Björn Ólafsson, 14.2.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband