28.1.2009 | 10:08
Að banna veiðarnar er glæpur!
Eða hvað?
Ég er sammála farmanna og fiskimannasambandinu að ekki egi að banna hvalveiðar.
Er reyndar líka stuðningsmaður annars flokksins af þeim tveim sem eru nú í stjórnarmyndunarviðræðum.
Ég mun harma það ef þeir gera atvinnulífinu það að banna hvalveiðar, sérstaklega eins og staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er.
Hvalveiðar koma til með að skapa mörg störf sem kæmi til með að verða smá léttir fyrir atvinnuleitendur í sinni atvinnuleit.
Ef rétt er staðið að málum þá munum við ekki verða fyrir tjóni útávið, þannig að friðar"spillis" og græningja hreyfingar geta haldið sig til hlés.
Þessar hreyfingar hafa heldur ekki komið með sannfærandi rök fyrir því hversvegna ætti ekki að leyfa hvalveiðar.
Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Við myndum hagnast meira á ferðamannaiðnaði ef við hættum hvalveiðum.
Hvalkjöt er sútfullt af þungmálmum sem eru vægast sagt óhollir.
Dýrin eru ekki drepin með mannúðlegum aðferðum sökum stærðar þeirra.
Afhverju þarf að éta þessi dýr, er ekki nóg framboð af öðrum mat?
Margar hvaltegundir eru í útrýmingarhættu. Eru það ekki nógu góð rök til að drepa ekki fleiri dýr? Langreyðurin er til dæmis í útrýmingarhættu, samt viljiði drepa þessi dýr? Það er glæpur að drepa dýr í útrýmingarhættu og veiðiþjófar þurfa að svara til saka.
Rúnar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:33
Rúnar: Langreyður við Ísland er EKKI í útrýmingarhættu. Listi IUCN lítur á stofn Langreyða sem einn stofn, bæði hér og í suðurhöfum. Hann er það EKKI, um er að ræða staðbundinn stofn. IUCN hefur flokkað marga aðra hvali í mismunandi stofna eftir staðsetningum og þá er þeir sum staðar í útrýmingarhættu og á öðrum stöðum ekki. Það hefur oft verið bent á þetta við IUCN, en þeir ekki uppfært listann samkvæmt því.
Rökin talin upp hér á móti hvalveiðum eru flest hjákjátleg, Hvalkjötið sem var veitt hér við land um daginn var samþykkt til manneldis, mannúðlegar aðferðir eiga við um menn, ekki dýr (mjög tilfinninlega rök, engin skynsemi á bak við), afhverju á ekki að éta þessi dýr þetta er hin fínasta fæða.
Rökin sem eru á móti þessu eiga að vera að þetta er seinasti andardráttur fráfarandi ráðherra, bara gerður til þess að búa til hindrun í vegi komandi ríkisstjórnar. Hann er að leggja heiður Íslands að veði í pólitísku valdatafli. Þetta er hefndargirni af versu sort!!
Er fylgjandi hvalveiðum, en ekki í svona miklu magni og á þessum tíma!! Hryllingur!!
Sigurður (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:46
til hvers að banna veiðar mer finnst það nu bara rugl
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:19
Frekar kýs ég að trúa IUCN en þér. Eða ert þú sérfræðingur á þessu sviði?
Samkvæmt orðabókinni á orðið "mannúðlegt" ekki aðeins við um menn. Mannúð er eiginleiki sem felur í sér mildi, miskunnsemi osfrv. Orðið á ekki aðeins við um menn. Það eru ekki notaðar mannúðlegar aðferðir við að drepa hvali, hvalurinn engist um í langan tíma áður en hann deyr.
Fínasta fæða segir þú. Hvernig ákvarðar þú það? Áttu við bragðið eða næringarinnihaldið? Hvalkjöt og annað kjöt úr sjónum er samþykkt til manneldis, en taka má fram að kröfurnar til eiturefna í kjötinu úr sjónum eru mun lægri heldur en til annars kjöts.
http://www.sciencedaily.com/releases/2003/05/030520082803.htm
http://www.newscientist.com/article/dn2362-extreme-mercury-levels-revealed-in-whalemeat-.html
þetta eru greinar frá 2002 og 2003 um kvikasilfursinnihald í hvalkjöti sem étið er í Japan. Ætli það hafi hækkað síðan þá?
Rúnar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:20
Mannúðarrökin eru ekki skynsamleg fyrir þér, er siðferði yfir höfuð skynsamlegt?
Rúnar (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:25
Sé að þetta er eldheitt mál.
Ég er búinn að sjá margar röksemdarfærslurnar um það hvers vegna ekki ætti að leyfa hvalveiðar.
Það er talað um að hvalir séu í útrýmingarhættu...
Svar : Að sumu leiti rétt en að öðru leiti er það rangt þar sem ekki eru allar tegundir í útrýmingarhættu, og er langreyð nefnd hér að ofan.
Slæmt fyrir ferðaþjónustu...
Svar: Sumu leiti rétt að öðru leiti rangt. Það eru margir ferðamenn forvitnir um það hvernig hvalir eru veiddir og hafa þeir meðal annars spurt mig manninn sem þem þeir hittu á förnum vegi.
Af mörgu er að taka í þessum efnum og ekki einsýnt að lausn sé í sjónmáli. En ég er á því að ef hvalir eru veiddir á annað borð þá er hægt að gera það í sátt við náttúruna.
Ein af þeim rökum sem ég hef heyrt er um það að hvalir borði margir hverjir fisk, við borðum fisk.
Ef bæði við og hvalirnir borðum fiskinn þá endar það með því að hvalurinn étur okkur útá gaddinn.
Sem þýðir á mannamáli að samkepnin um fæðuna eykst með fjölgun hvala í sjónum umhverfis landið.
Þegar fiskurinn sem hvalurinn borðar mest af hverfur þá þarf hvalurinn að leita að annarri fæðu og svo koll af kolli þangað til hann hefur sjálfur ekkert meira að næra sig á og deyr út.
Það er kanski bara þróuninn eins grimm og hún er og við löngu útdauð úr sulti vegna þess að hvalurinn var alltaf á listanum um dýr í útrýmingarhættu.
Svo er þetta með kvikasilfrið, þá finst það í mismiklum mæli í öllum þessum sjávardýrum (leyfi ég mér að fullyrða).
Læknar hafa marg oft á síðustu árum talað um að ófrískar konur egi ekki að neyta mikils fiskmetis á meðgöngu.
Við egum þá kanski bara að hætta að borða sjávarfangið og eftirláta það hvölunum.
Svo er verið að tala um mannúðarrök og skynsemi hér að ofan.
Þá þykir mér vera meiri skynsemi í að skjóta hvalinn sér til matar en að skjóta fólk eins og Ameríkaninn, Ísraelinn, og fleiri þjóðir gera.
Ef það á að vera einhver mannúð í öllu þessu þá þykir mér hún frekar vera okkar megin þar sem við veiðum okkur til matar með hvalveiðum, ekki eins og ofantöld ríki ásamt fleirum sem stunda mannaveiðar sem ég get ekki séð að geri nokkuð gagn annað en að kynda undir meira ofbeldi.
Og hvers konar gagn er það?
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 29.1.2009 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.