Leita í fréttum mbl.is

Nasistabúningurinn flottur!!!

Það er gaman að sjá og heyra bullið í fólki sem telur alla einkennisbúninga 3ja ríkisins vera nasistabúninga.

Staðreyndin er að margir eru þessir búningarnir svo svipaðir í sniðum yfir heildina (og þá er ég að tala um á heimsvísu en ekki bara 3ja ríkið) að þetta ætti allt að flokkast undir nasistabúninga.

Eftir seinni heimstyrjöld tóku austur þýskir uppá því að halda í svipað snið á búningum og "nasistarnir" notuðu meirað segja sömu litaflóru einkennisbúninga.

Í mínum huga þá voru nasistabúningarnir eingöngu þeir sem tilheyrðu SS, SA, og NSDAP, og ég ætlast ekki til þess að fólk viti hvað tvö síðarnefndu eru.

Claus von Stauffenberg kom úr þýska hernum og var stoltið þar yfirleitt þannig að þeir vildu helst ekki láta spyrða sig við nasistana nema að litlu leiti.

Svo er einfallt að finna út hvað var nasisti og hvað ekki, en að sjálfsögðu er ekki heldur hægt að ætlast til þess að fólk viti hvað það er heldur ekki frekar en að þekkja nasistabúninga frá öðrum.

Hér er tengill á síðu þar sem merki nasistanna (SS) er eins og það var á einkennisbúningum ásamt nöfnum sem tengjast hverju merki:  http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=371

Og hér er sama en frá Þýska hernum, takið eftir því að tignarheiti eru ekki þau sömu enda notaðist herinn við herheiti en nasistarnir við önnur.

http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=367

Kveðja

Kaldi


mbl.is Þótti nasistabúningurinn flottur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SS = Schutzstaffel, Verndarsveitin. SA = Sturmabteilung, Stormsveitin/Stormdeildin. NSDAP = Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei, Þjóðernisjafnaðarlegi/Þjóðernissósíalíski Þýski Alþýðuflokkurinn/Vinnumannaflokkurinn, eða bara: Nasistaflokkurinn.

Ágúst (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:40

2 identicon

SS búningarnir voru ekki nazistabúningar.  Þeir voru semsagt stormsveitir nazistana en ekki beint naziztar.  Og voru SS menn aðalega á hernumdu svæðunum og "sérverkum"voru sjaldan á hkl (fremsta víglína) Nema undir lok stríðsins, enda var fallbyssufóðrið uppurið á þeim tíma.

En mikið rétt hjá þér með að allir skuli kalla búninga þýska hersins og auðvitað þýska herinn nazista en auðvitað bull.

nasjónal sósíalistar réðu landinu en ekki allir voru nazistar

Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:03

3 identicon

bæði nasista og þýsku herbúningarnir voru mjög töff. á einn þýskann herbúning heima sem að ég panntaði mér frá einni heimasíðu í bretlandi. hann er reyndar fake, en svo bætti ég sjálfur merkjum á hann.

Flottir búningar, getur enginn neitað því...enda var það pælingin með þessu öllu saman, að láta menn fá egó-búst til að herða þá upp.

Rétt hjá þér að benda á þetta svo að fólk minnki fordómanna gagnvart þýsku hermönnunum frá nasistunum sjálfum.

Gaman að vita að það eru til hugsandi menn....:)

palli (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:31

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jón Ingi

SS sveitirnar voru/áttu að mestu leiti að vera skipaðar nasistum. Undir SS heirði líka öryggislögreglan Sicherheitsdienst (SD)  undir þá ásamt fleiri stofnunum

Gestapo var líka talið vera hluti af SS.

http://en.wikipedia.org/wiki/Sicherheitsdienst

Einkennisbúningar NSDAP voru með svokölluðum rankamerkjum og þar voru menn með tignarheiti og þvílíkt http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=586

Ef menn vilja þá er bara að fletta upp á netinu, allt hægt að finna um þessa búninga og aðra.

Svo er líka hægt að bera upp spurningu til mín um þessi mál, hvaða her eða stofnun í heiminum svo lengi sem menn þar eru merktir með tignarmerkjum.

Og Palli svo ég svari þér líka

 Smt að muna að sjálfur þýski herinn var ekki alltaf með hreint mjöl í pokahorninu.

Þeir eiga líka sinn skerf af því brjálæði sem gekk á í seinni heimstyrjöldinni.

KVeðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 13.1.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér hefur reyndar all tíð þótt Himmler líta út eins og geðveill Bæheimskur hænsnabóndi...

ATH

Ef ég man rétt þá var hann hænsnabóndi áður en hann komst til metorða í nasistaflokknum. Man bara ekki hvar það var í Þýskalandi.

Ólafur Björn Ólafsson, 15.1.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Titillinn sem  Heinrich Luitpold Himmler var reyndar meiri en svo að hann væri bara yfir SS.

Hann var svokallaður "Ríkisforingi SS", hann var ríkislögreglustjóri í þriðja ríkinu, Yfirmaður öryggismála þriðja ríkisins, og fleira.

Í raun var líka bara geðsjúkur maður.

Hægt er að fræðast meira um manninn sem bar einna mestu ábyrgð á dauða milljóna manna á wikipedia.org

http://en.wikipedia.org/wiki/Himmler

Svo langar mig að endurtaka að hann var ekki flottastur af þessu liði.

Í hópi þeirra flottustu frá þriðja ríkinu voru nokkrir sem bendlaðir voru við svokallað 20 Júlí tilræði.

kv.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.1.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband