15.10.2007 | 23:19
Hraði þjóðfélagsins og barnauppeldi
Ég hef aðeins velt fyrir mér spurningunni um það hvað allur þessi hraði geri börnunum okkar.
Nú er svo komið að margir foreldrar eru með þessar fínu barnapíur sem kallast sjónvarp, allavega er það eitthvað sem maður hefur heyrt. Hvernig fer þetta með börnin?
Ég tók eftir því um daginn þegar dóttir mín kom heim ásamt einhverjum leikfélögum að margt er misjafnt þegar kemur að umgengni við börnin. Ég gef mér til dæmis tíma til að leika við dóttur mína þegar ég kem heim eftir vinnu ( já ég er enn með eitthvað af barninu í mér).
En þegar dóttir mín kom með leikfélagana heim (svo maður snúi sér aftur að efninu), þá brá ég mér á leik aðeins við dóttur mína og hvað heyri ég þá?
Jú leikfélagarnir sögðu strax við dóttur mína " Rosalega átt þú skemtilegan pabba!"
Þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hverskonar pabbar það eru sem þessi börn eiga? Ef ég er allt í einu orðin besti pabbinn í hverfinu. Er það af því að ég hef gaman af að leika við dóttur mína og sýna henni hluti sem gaman gæti verið að búa til eitthvað sniðugt úr?
Hvað eru hinir foreldrarnir að gera? hafa þeir engann tíma til að eyða með börnum sínum?
Ég mæli með því að foreldrar noti meira af tímanum til að vera með börnum sínum þar sem þau eru jú bara börn einu sinni. Það er ekki tími til að eyða með börnunum þegar þau loksins eru orðin fullorðin, það er einfaldlega orðið of seint þar sem þau eru ekki börn lengur.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Alveg sammála. Hef þessa reynslu líka, en að vera kölluð cool mamma.
Fishandchips, 15.10.2007 kl. 23:33
Mikið er ég sammála þér.
Bergdís Rósantsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:56
Daddy Cool Flottur
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.10.2007 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.