Leita í fréttum mbl.is

Ýmislegt skrítið

Einn góður félagi kom í heimsókn í dag og eftir svolítið spjall datt alltí einu upp spurningin um það af hverju við bræðurnir, Kaldi og Lognið værum enn með svo mikið af tengingum á heimasíðum okkar varðandi Grundarfjörð eftir að hafa flutt þaðan. Þó svo að ég sé nýfluttur til Reykjanesbæjar þá er ekki þar með sagt að ég segi allfarið skilið við mína gömlu heimabyggð Grundarfjörð.

Viðurkenni að á stundum getur verið móralsdrepandi að vera á Grundarfirði þegar fólk hefur verið að tönlast á því að þessi eða hinn sé ómögulegur svo eru aðrir fífl eða hálvitar. Þegar maður þarf að hlusta á svona er ekki laust við að maður komist á þá skoðun að allt sé ómögulegt, maður sekkir sér í skrif á netinu leitar sáluhjálpar bloggsamfélags sem verður til þess að maður hlær sig máttlausan. Þegar maður er svo full bjartsýnn þá snýr maður sér frá tölvu gengur niður í sjoppu hlustar á einhvern ónefndann ný-íhaldsmann níða niður annann, svona er lífið oft á Grundarfirði og er það meðal annars ástæða fyrir flutningum þaðann. Sjálfsagt eru þessar lýsingar svipaðar lýsingum frá öðrum sveitafélögum en hvað sem öðru líður þá þykir mér vænt um fjörðinn minn og fallegasta fjallið sem er að sjálfsögðu Kirkjufellið.

Grundarfjörður er það sveitarfélag sem ég ólst upp í, ekki er skrýtið að tengingar séu miklar við byggðarlagið gegnum heimasíður okkar bræðra. Ég er fluttur eins og flestir sem þetta lesa vita sjálfsagt enda búinn að nefna það nokkrum sinnum í pistlum mínum á blogginu og miðað við það þá vil ég bæta á heimasíðu mína www.kaldi.is tenglum sem vísa á heimasíður aðila í Reykjanesbæ.

Svo fyrir safnara áráttuna mína þá vantar mig einkennismerki í safnið mitt frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliðum, lanhelgisgæslu, securitas, öryggismiðstöðinni, flugmálastjórn, friðargæslunni gömlu merkin, friðargæslunni nýju merkin, og fleiri og fleiri.

safnið mitt er á slóðinni www.kaldi.is/merkjavara/icelandic_insignia.htm og það eru bara íslensku merkin hin eru annarsstaðar á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Áhugaverð þessi síða þín með merkjunum.  Ég hef mjög gaman af þeim sem eru svona mikil NÖRD.  En það er ekki slæmt.  Það er eiginlega betra að vera nörd heldur en ofursvalur gaur á sportbíl.  Ég gleypti glerbrot og hlít því að vera auli.

Hrólfur Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta er bara gaman. Að safna svona hlutum er líka söguskoðun. En ef þetta er að vera nörd þá er ég stoltur nörd.

Ólafur Björn Ólafsson, 22.5.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Heyrðu ég bið að heilsa Jólöntu.  Fer hún eitthvað til Póllands í sumar?

Guðrún Vala Elísdóttir, 23.5.2007 kl. 23:46

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl Guðrún, Jola biður að heilsa lík aen við förum ekki út fyr en líður á haust, jafnvel ekki fyr en um Jól.

Ólafur Björn Ólafsson, 26.5.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband