11.12.2013 | 11:10
Að heilsast á sjó eða í höfnum.
Hér heilsast skipin. En gera þau það?
Samkvæmt gamalli hefð heilsast skip með þjóðfánum, í kurteisis og viðurkenningarskyni, þegar þau sigla þétt fram hjá hvort öðru, í höfn eða á hafi úti.
Það skal gert á eftirfarandi hátt:
1) Um leið og skip sigla þétt framhjá hvort öðru í höfn eða á hafi úti, dregur það skipið sem frumkvæðið á, sinn fána niður með hægum jöfnum hraða þannig að neðri jaðar jaðrar við borðstokk eða, ef um rá er að ræða, er 3 til 4 fánabreiddir undir ráarenda. Í þessari stöðu er beðið með fánann, þar til hitt skipið hefur svarað kveðjunni til fullnustu.
2) Skipið sem heilsað er, svarar kveðjunni með því að draga sinn fána niður með hægum og jöfnum hraða, þannig að neðri jaðar fánans jaðrar við borðstokk eða, ef um rá er að ræða 3 til 4 fánabreiddir undir ráarenda, og án tafa upp aftur.
3) Skipið sem frumkvæði átti, lýkur nú kveðjunni með því að draga sinn fána að húni með hægum og jöfnum hraða.
Um varðskip er það svo að heilsa aldrei skipi að fyrra bragði með þjóðfánanum, en það svarar slíkum kurteisis- og viðurkenningarkveðjum skilyrðislaust. Þessu er lýst svo:
Varðskip svarar slíkri kveðju með því að draga fánann niður með hægum og jöfnum hraða, þannig að neðri jaðar fánans jaðrar við borðstokk eða, ef um rá er að ræða, er 3 til 4 fánabreiddir undir ráarenda, og án tafar upp aftur.
Þannig var þessu lýst fyrir mér og gleymi ég seint.
Það væri hinsvegar gaman að sjá þessar kveðjur en, lítið virðist fara fyrir slíku í dag.
Skipin heilsast enn í Faxaflóahöfnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.