Leita í fréttum mbl.is

Dómar sem þessir...

Eru alvöru dómar. Það er kanski fullgróft að taka þá af lífi en einhvernveginn grunar mig að yfirvöld í Íran álíti að þetta sé hagkvæmt.

Það að lífláta menn fyrir svona sakir er jú hagkvæmt ef maður horfir á þá staðreind að skattborgarar þurfa ekki að borga fyrir fæði og uppihald þessarra glæpamanna í fangelsum í ótilgreindann tíma.

En ef ég horfi á hlutina frá mínu sjónarhorni tel ég að þessir menn hafi sloppið ódýrt frá þessu. Mesta refsingin felst í mínum huga í að menn séu látnir dúsa sem lengst í fangaklefa fyrir þessar sakir, án möguleika á að komast í kynni við heiminn utann múra fangelsisins.

Nú rísa ábyggilega upp gagnrýnisraddir sem segja að ég sé ómannúðlegur, en lítið í egin barm. Hver er hinn ómannúðlegi í þessu??? Er það dómarinn sem dæmir hinn seka eða er það hinn seki???

Fórnarlambið þarf að lifa með þessu allt sitt líf að hafa verið nauðgað, hinn seki fékk auka klukkutíma fram að hengingu til að hugsa um gjörðir sínar. Hinn seki var hengdur í þessu tilfelli og þarf því ekki að eyða meiri tíma í að hugsa um gjörðir sínar.

Dómar í Íran virðast mannúðlegri en okkar ef horft er á þennann dóm. Þeir eru hengdir og sleppa því við ómannúðlega meðferð innan veggja fangelsisins. En svo stendur líka spurningin um hvaða dómar eru mannúðlegir og hvaða meðferð er mannúðleg?

Með kveðju

Kaldi


mbl.is Hengdir fyrir nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þú taka ansi djúpt í árina og ekki til fyrirmyndar. Yfirvöld ýmissa landa hafa haft dómstólana í vasanum, nota stundum lygina til að koma andstæðingum sínum fyrir kattarnef. Vonandi mælir þú slíku hátterni ekki bót.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2011 kl. 18:50

2 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Þú ert eitthvað klikkaður ef þú heldur að það sé betra að láta lífláta sig en að dúsa í skíta fangelsi. Allt er betra en dauðinn.

Davíð Þór Þorsteinsson, 12.10.2011 kl. 18:54

3 identicon

Harðar refsingar bæta ekkert. Það sést klárlega á þeim samfélögum sem nota þær. Sparar engan pening. Líttu á muninn á þeim samfélögum þar sem refsingar eru vægastar í heiminum og hvar harðastar. Forvarnir og öll möguleg aðstoð áður en menn brjóta af sér virka best.

Sveinn (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 19:44

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sko þar mun tilgangi mínum náð

Menn sem komu fram til að hallmæla mér... :)

(Mosi) Guðjón Sigþór Jensson, Það er vitað mál að yfirvöld ýmissra landa hafa dómstólana í vasanum. Ég er ekki að mæla með slíku hátterni enda sé ég ekki í pistli mínum að orðalagið beinist að slíku...

Davíð Þór Þorsteinsson, Berðu það saman hvort "þú" munir frekar vilja vera lokaður frá ummheiminum einn með sjálfum þér um aldur og æfi eða hvort betra sé að lenda í snörunni. Eða eins og ég spyr í pistlinum hvort er mannúðlegra dauðinn eða einmannleikinn???

Sveinn, Það er alltaf spurning um hve harðar refsingar eiga að vera við hverju broti fyrir sig. Ég er ekki að mæla með því að beita egi margra ára fangelsi fyrir smá búðarhnupl. Fréttin er um mannrán, nauðganir og dóminn við því. Í mínum huga þá eru það fórnarlömb þessarra hengdu manna sem mestan skaða hlutu.

Uppúr stendur að hinir dæmdu sem voru nauðgarar og mannræningjar fengu dóm sem kom því til leiðar að þeir þurfa ekki að dúsa í fangaklefum einir með sjálfum sér að hugsa um hve vondir þeir voru...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.10.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband