Færsluflokkur: Bloggar
16.2.2009 | 14:58
Þetta er bara brandari.. hver er prófarkarlesari
Fangelsið sem tvímenningarnir flúðu úr, Moulins, á að vera sérstakt öryggisfangelsi en þrátt fyrir það þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fangar flýja þaðan. Þann 9. júní árið 2009 flúðu þrír fangar á þyrlu sem kom og sótti þá á þak fangelsisins. 12. febrúar 2003 flúðu þrír fangar til viðbótar með því að sprengja sér leið út úr fangelsinu með sprengiefni sem smyglað var til þeirra.
Takið eftir því að þar stendur að "9 Júní árið 2009" hafi flúið 3 fangar...
Gott að vita þetta tímanlega svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Kaldi
Fangar á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2009 | 17:14
Ekki var þetta umhverfisvæn leið!
Að mótmæla svona, og hvað ætli hafi farið mikil orka í að framleiða þennan dúk?
Þeir horfa ekki til framtíðar með svona aðferðum.
Grænfriðungar hvað?
Allavega völdu þeir rétta litinn þar sem þeir virðast vera grænir í gegn sjálfir að átta sig ekki á þeirri mengun sem verður til við framleiðslu á græna dúknum.
Kveðja
Kaldi
Grænfriðungar pakka hóteli inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 13:35
Fyrir þá forvitnu!
Hér er tengill sem vísar á umfjöllun um tiltekna gerð af þylum, frá http://wikipedia.org
http://en.wikipedia.org/wiki/Robinson_R44
Að öðru leiti tjái ég mig ekki um frétt þessa.
Kaldi
Þyrla hrapaði í Dóná | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2009 | 18:02
Þjóðaratkvæði um að komast í Evrópuherinn!!!
Það verður þá dagurinn sem ég kem til með að samþykkja inngöngu í þetta miðstýringar og ógnaryfirvald sem Brussel pakkið stýrir.
Ef Ísland gengur í þetta veldi sem vill koma sér upp Evrópuher þá held ég að sé best að flytja héðan brott til einhvers ríkis sem ekki hefur her.
Það er nú svo að gleymst hefur að upplýsa um þann vilja Ebé að koma sér upp sérstökum Evrópuher og er það ekki einusinni nýtt hjá sambandinu að vilja svoleiðis.
Það var búið að hanna svokölluð tignarmerki fyrir einhverjum áratugum síðan eða 1954 þegar fyrstu tillögur að Evrópuher komu fram
Ef smelt er http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=1000 þá er hægt að nálgast upprunann og sjá alla röðunina á tignargráðum þeim sem um ræðir. Þetta merki er fyrir Hershöfðingja Evrópuhers 1954
Seinna þá komu þeir fram með nýjar tillögur að tignarmerkjum fyrir meintann Evrópuher sem þeir vilja endilega stofna
Hershöfðingja merki Evrópuhers 2001. En smellið hér http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=999 til að sjá allar tignargráður.
Svo árið 2002 kom aftur ný útgáfa af tignarmerkjum fyrir væntanlegann Evrópuher.
Og er það síðasta útgáfan sem ég fann af þessum tillögum um tignarmerki fyri væntanlegan Evrópuher Ebé og Samfylkingarinnar http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=998 .
Ég vonast til að enginn komi til með að greiða fyrir inngöngu Íslands í þetta apparat sem vill stofna her sem inniheldur meðlimi frá öllum ríkjum sambandsins.
Ég á dóttur sem er rétt að verða 7 ára og vil ég ekki sjá hana þurfa að bera vopn eða einkennisbúning þess hers sem væntanlega verður stofnaður innan fárra ára.
Ég er mikill safnari einkennismerkja ýmiskonar en er sjálfur ekki mikið fyrir að vilja endilega þjóna í þeim báknum sem merkin koma frá.
Virðum stjórnarskrána, ekkert afsal á fullveldinu og Ísland herlaust.
Þjóðaratkvæði um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.1.2009 | 10:08
Að banna veiðarnar er glæpur!
Eða hvað?
Ég er sammála farmanna og fiskimannasambandinu að ekki egi að banna hvalveiðar.
Er reyndar líka stuðningsmaður annars flokksins af þeim tveim sem eru nú í stjórnarmyndunarviðræðum.
Ég mun harma það ef þeir gera atvinnulífinu það að banna hvalveiðar, sérstaklega eins og staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er.
Hvalveiðar koma til með að skapa mörg störf sem kæmi til með að verða smá léttir fyrir atvinnuleitendur í sinni atvinnuleit.
Ef rétt er staðið að málum þá munum við ekki verða fyrir tjóni útávið, þannig að friðar"spillis" og græningja hreyfingar geta haldið sig til hlés.
Þessar hreyfingar hafa heldur ekki komið með sannfærandi rök fyrir því hversvegna ætti ekki að leyfa hvalveiðar.
Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.1.2009 | 00:55
Svakalega líkir
Græðir á Obama og útlitinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 09:16
Nasistabúningurinn flottur!!!
Það er gaman að sjá og heyra bullið í fólki sem telur alla einkennisbúninga 3ja ríkisins vera nasistabúninga.
Staðreyndin er að margir eru þessir búningarnir svo svipaðir í sniðum yfir heildina (og þá er ég að tala um á heimsvísu en ekki bara 3ja ríkið) að þetta ætti allt að flokkast undir nasistabúninga.
Eftir seinni heimstyrjöld tóku austur þýskir uppá því að halda í svipað snið á búningum og "nasistarnir" notuðu meirað segja sömu litaflóru einkennisbúninga.
Í mínum huga þá voru nasistabúningarnir eingöngu þeir sem tilheyrðu SS, SA, og NSDAP, og ég ætlast ekki til þess að fólk viti hvað tvö síðarnefndu eru.
Claus von Stauffenberg kom úr þýska hernum og var stoltið þar yfirleitt þannig að þeir vildu helst ekki láta spyrða sig við nasistana nema að litlu leiti.
Svo er einfallt að finna út hvað var nasisti og hvað ekki, en að sjálfsögðu er ekki heldur hægt að ætlast til þess að fólk viti hvað það er heldur ekki frekar en að þekkja nasistabúninga frá öðrum.
Hér er tengill á síðu þar sem merki nasistanna (SS) er eins og það var á einkennisbúningum ásamt nöfnum sem tengjast hverju merki: http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=371
Og hér er sama en frá Þýska hernum, takið eftir því að tignarheiti eru ekki þau sömu enda notaðist herinn við herheiti en nasistarnir við önnur.
http://www.uniforminsignia.org/?option=com_insigniasearch&Itemid=53&result=367
Kveðja
Kaldi
Þótti nasistabúningurinn flottur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.1.2009 | 19:25
Þarna er ein sem á orðuna skilið
Óska ég Hildi Sæmundsdóttur eða Hildi ljósmóður eins og við þekkjum hana á Grundarfirði til hamingju með orðuna.
Um leið vil ég óska öllum gleðilegs árs.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 18:38
Fann þetta á vef Víkurfrétta
Það er allveg ótrúlegt hvað maður rekst á stundum á flakki sínu um veraldarvefinn.
Þetta myndband á youtube fann ég við frétt um þriggja ára trommuleikara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 21:55
Alea iacta est
Þetta er nú bara svona til að slá um sig með latínufrasa...
Tjallarnir eru, hafa verið, og verða alltaf skrýtnir.
Svo fyrir þá sem ekki skylja fyrirsögnina þá þýðir hún nokkurnvegin þetta "Teningunum er kastað".
Sem er kanski það sem tjallarnir voru að gera með þessum tilmælum (banni).
Nánar um fyrirsögnina á wikipedia.org http://en.wikipedia.org/wiki/Alea_iacta_est
Kveðja til allra bloggara og annarra lesanda með ósk um bjarta framtíð, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.
Kaldi
Quid pro quo og vice versa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Desember 2013
- September 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007