Leita í fréttum mbl.is

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Nú um helgina er landsþing hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er því mikið af góðu fólki í Reykjanesbæ, en þar er landsþingið haldið að þessu sinni. Björgunarmál hafa verið mér hugleikin enda starfað í björgunarsveit síðan í Maí 1991.

Þar sem ég er nýfluttur til Reykjanesbæjar nota ég tækifærið til að mæta á landsþing til að frétta ýmislegt um björgunarstörf annarsstaðar og jafnvel að kynna mér nýjungar í björgunarmálum.

Reyndar hef ég í gegnum björgunarstarfið aflað mér vissrar sérhæfingar á áhugasviðinu en það er það sem við köllum leitartækni. Leitartækni er skemmtilegt fag og góðir leitarmenn geta fundið hvað sem er og hvern sem er ef út í það er farið. Sem dæmi má segja að hver gangandi maður skilur eftir sig minst tvöþúsund vísbendingar á hvern kílómeter sem eru meðal fjöldi skrefa sem farin eru á hverjum kílómeter, fyrir nú utan allar aðrar vísbendingar sem hver og einn skilur eftir.

Svo eru fleiri áhugamál innan björgunargeirans sem ég hef áhuga á eins og fjarskiptamál og þar er af nógu að taka með tilkomu TETRA sem viðbót við önnur fjarskiptakerfi.

Semsagt vonandi ánægjuleg helgi framundan í hópi svo góðs fólks sem björgunarfólk er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband