Leita í fréttum mbl.is

Pósturinn seinn eða í einstefnu.

Eitt af mínum áhugamálum er að safna merkjum, ekki frímerkjum heldur svokölluðum tignarmerkjum. Þessi áhugi byrjaði hjá mér fyrir einhverjum árum síðan, en þar sem erfitt getur verið að finna og fá íslensk merki vegna þeirra reglna sem margir þeir aðilar sem slík merki nota hafa.

Merki frá Securitas er mjög erfitt að fá og eins frá Landhelgisgæslunni og friðargæslunni ásamt fleiri aðiljum.

Mér áskotnaðist fyrir nokkru síðan kaskeyti frá Lögreglunni og notaði ég tækifærið og sendi húfuna til Portúgal þar sem einn kollegi minn í safnaraheimum langaði til að skipta við mig. Í staðin sendi hann mér tignarmerki lögreglunna í Madeira borg, við sendum hvor sinn pakkann á sama degi.

Pakkinn til mín kom sextánda Apríl en pakkinn sem félagi minn á að fá er ekki kominn til hans þegar þetta er ritað. Hvað er að hjá póstinum? Er pósturinn að hraðferð í aðra áttina en ekki hina?

Þegar ég sendi eitthvað frá mér þá vil ég að það komist hratt og örugglega til skila en að þurfa að bíða í langan tíma eftir því að pósturinn skili sér til viðtakanda er óæskilegt. Þetta gæti kostað það að ég þurfi að fljúga sjálfur með pakkana sem ég sendi með tilheyrandi kostnaði þó svo að þeir sem senda mér eitthvað geti sent með póstinum þar sem svo virðist sem hann fari í einstefnu, til landsins en ekki frá landinu.

Svona til að hafa allann vara á þá verður kanski að koma fram að pakkinn sem ég sendi er öllu stærri en pakkinn sem sendur var til mín. Það gæti verið hluti af skýringunni hversvegna pakkinn er svona seint kominn til skila.

Svo fyrir forvitna þá er hér tengill á heimasíðu mína þar sem hægt er að skoða hluta af safninu mínu

http://www.kaldi.is/merkjavara/merkjasafnid/merkjasafn.htm

Góðar stundir og gleðilegt sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband