Leita í fréttum mbl.is

Er það ekki ólöglegt???

Sjálfur skrifaði ég nafn mitt á listann og fékk þakkir fyrir. Ekki ætla ég að rita nöfn annarra á síðuna þrátt fyrir að kunna helling af kennitölum og nöfnum sem þar eru á bakvið. Það er nefnilega í mínum huga skjalafals og er ólöglegt samkvæmt almennum hegningarlögum.

Kristján B. Jónasson verður því að eiga það við sig og samviskuna hvort hann vilji vera falsari.


mbl.is Lýsti yfir stuðningi í nafni annars manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi ágæti maður hefur játað á sig auðkennisþjófnað, ólögmæta meðferð persónuupplýsinga og að villa á sér heimildir, auk margvíslegra brota á fjarskiptalögum meðal annars að spilla fyrir rafrænni úrvinnslu upplýsinga í tölvukerfi sem er sama ákvæði og tölvuhakk fellur undir.

Það er af góðum og gildum ástæðum að lög kveða á um þungar refsingar við sumum þessara brota, jafnvel öllum þeirra.

Meðal annars til að letja menn frá því að taka upp á svona skemmdarverkum gegn lýðræðislegu athafnafrelsi.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2012 kl. 04:03

2 identicon

Furðulegt að alltaf skuli vera lærður maður sem byrjar á að falsa undirskrift. Auðvitað er krafist nafnnúmers í undirskriftarlistanum, og sé það ekki rétt þá er það væntanlega þurkað út. En svona hegðun (undirskrift fyrir hönd annars manns með kennitölu ) Er ekkert annað en persónuþjófnaður og ætti að annast sem slíkt, því sá lærði gæti þá allt eins skrifað undir víxla, lán, síma eða bíla og tellst því alvarlegur þjófnaður

Sigfus Scheving Sigurdsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 05:38

3 identicon

Ekki hoppa hæð ykkar og gera úlfalda úr mýflugu. Hann er eingöngu að sýna fram á hvað þetta er fáránleg síða og með öllu ómarktæk. Menn geta ekki einu sinni séð hverjir eru skráðir sem stuðningsmenn og verða þá bara að vona eins og í mínu tilviki, að nafn þeirra sé ekki misnotað.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 05:49

4 identicon

Hvað er svona fáránlega við þessa síðu ?

Afhverju ætti enginn að taka mark á henni ?

Og hvað viltu gera til að bæta hana ?

Er bókmenntafræðingurinn að gera eitthvað annað enn úlfalda úr mýflugu ?

"Ekki hoppa hæð ykkar og gera úlfalda úr mýflugu. Hann er eingöngu að sýna fram á hvað þetta er fáránleg síða og með öllu ómarktæk. Menn geta ekki einu sinni séð hverjir eru skráðir sem stuðningsmenn og verða þá bara að vona eins og í mínu tilviki, að nafn þeirra sé ekki misnotað.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 05:49"

sigurður (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 06:35

5 identicon

Er ekki bara málið að konan hans er meðal þeirra sem hafa haft áhuga á að komast á Bessastaði?

Quinteiras (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 06:53

6 identicon

Svör við spurningum þínum finnur þú í upprunalegu innleggi mínu en ég skal útskýra þau þrátt fyrir það.

Það fáránlega við þessa síðu er að hver sem er getur skráð hvern sem er sem stuðningsmann, einnig gætir þú búið til nafn og kennitölu og það myndi telja sem atkvæði #fáránlegt

Þess vegna ætti enginn að taka mark á henni #ómarktæk

Það sem verður að bæta ef fólk vill taka mark á þessu er að stuðningur sé skráður með rafrænum skilríkjum #bætt síða

Þótt ég sé sjálfur andvígur því að Ólafur sitji áfram þá sé ég ekkert að því að stuðningsmenn hans styðji hann, ekki halda annað. Þessi leið er hins vegar ekki sú rétta.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 06:55

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er ekki hægt að búa til nöfn og kennitölur á þessari síðu þeim er einfaldlega hent út.

Einar Þór Strand, 23.1.2012 kl. 07:15

8 identicon

Útgáfa rafrænna skilríkja er ekki komin nógu langt fyrir það.

Ég hef ekki séð neitt um það, enn í undanförnum vefundskriftasöfnunum sem hafa verið stórar, hefur listinn verið keyrður sama við þjóðskrá.

Með því er hægt að taka út 'tilbúnu' nöfnin og kennitölurnar.

Google safnaði nokkuð mörgum milljónum nöfnun í undirskriftarsöfnun í síðustu viku, ekki gert ráð fyrir rafrænum skilríkjum þar.

Samt var tekið mark á henni.

Þetta er skásta leiðinn í dag, alls ekki fullkominn.

Og eflaust gert ráð fyrir einhverju skekkjumörkum.

Á whitehouse.gov er hægt að búa til undirskriftasöfnun, þar þarftu reyndar að skrá þig sem notanda til að geta skrifað undir og bara til að hægt sé að staðfesta netfangið sem er gefið upp.

Þessi aðferð er bara orðin viðurkennd, og á henni er tekið #mark

Mér finnst það reyndar stærra mál að nafngreindir menn séu að gera sér leik að því að skrifa nöfn annara undir.

(búið að breita fréttinni núna og taka nafnið út)

sigurður (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 07:17

9 identicon

Þetta er ekkert annað en skemmdarverk. Fyrst maðurinn er búinn að játa þá er bara að kæra hann. Það væri fáránlegt að gera það ekki. Hættum að líta undan skemmdaverkum látum reyna réttlætið.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 08:57

10 Smámynd: Landfari

Var ekki Gissur, fréttamðaur á Bylgjunni, líka að viðurkenna að hafa lýst yfir stuðningi í nafni Mikka Músar.

Það er nú eiginlega töofalt lögbrot því ég efst um að hann hafi nokkurt umboð frá Disney til að skrifa undir neitt í nafni Mikka.

Þetta er bara skólabókardæmi um viðbrögð við góðum árangri andstæðinga. Sagði ekki rebbi í ævintýrinu forðum að berin hefðu hvort eð er verið súr, þegar hann gat ekki náð þeim. Ótrúlega mikill stuðningur við Ólaf er núna bara lélegri heimasíðu að kenna.

Landfari, 23.1.2012 kl. 10:45

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna er ekki þessi undirskriftarlisti birtur með öllum þeim nöfnum sem þar eru? Svona leynd býður uppá alls kyns rugl og tortryggni. Við þurfum ekki meiri leynd á öllum málum á Íslandi. Afleiðingar leyndar er bara vandræði og spillt vinnubrögð, og óþarfi að leyna þessum nöfnum. Hefur ekki reynslan kennt okkur hvernig leyndin hefur hjálpað spillingunni að blómstra?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 11:52

12 Smámynd: Landfari

Það er nú einfalt svar við því Anna. forsetakosnigarnar eru leynilegar og það geta verið miljón ástæður fyrir því að maður vill ekki gefa upp hvað maður kýs. Þá fyrst fer nú spillingin að blómstra ef kosningar hætta að vera leynilegar.

Það verða allar rugl kennitölur og tvískráðar hreinsaðar út samkvæmt því sem fram hefur komið frá aðsandendum söfnunarinnar. Það er engin ásæð til að ætla að menn séu að fremja lögbrot í stórum stíl með því að villa á sér heimildir. 

Það hafa alltaf verið til einstaklingar sem öfundast út í velgengni annara og reyna að eyðileggja fyrir þeim. Það hefur hingað til reynst vera það lítið hlutfall að það breytir ekki neinu um niðurstöðuna.

Landfari, 23.1.2012 kl. 18:42

13 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þetta er einfaldlega sama bullið og kemur alltaf fram í hvert einasta skipti sem svona rafrænn undirskriftalisti verður vinsæll.  Það er einsog fólk haldi að "gamaldags" undirskriftarlistar séu eitthvað nákvæmari,  ég get alveg eins falsað undirskrift og kennitölu á pappír hjá einhverjum gaur sem stendur útí bónus og er að safna undirskriftum einsog rafrænt.

Yfirleitt er þetta bull sett fram til að rýgja gildi viðeigandi söfnunar,  sbr bullið í Já mönnum þegar Icesave undirskriftarlistinn var í gangi á sínum tíma.  Þeir sem stóðu að baki þeirrar könnunar samkeyrðu gögnin við þjóðskrá og hentu reglulega út bull færslum.  Að lokum þá tóku þeir stikkprufur og höfðu samband við fólk af handahófi á listanum og staðfestu veru þeirra á listanum,  og Forsetinn lét gera það sama og það kom í ljós að það var hvað .. 95% eða eitthvað álíka rétt skráning á listanum.

Og svo er vinsælt væl sem ég hef heyrt með að það sé auðvelt keyra inn þúsundir undirskrifta..  en það er bara svo voðalega auðvelt að henda þannig færslum út,  þær myndu allar koma inn frá sömu IP tölunni og allar í röð.

Jóhannes H. Laxdal, 24.1.2012 kl. 00:16

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þið vitið að fölsk undirskrift er samt undirskrift, ekki satt? Þó ég kroti "Jólasveinn" á undirskriftalista, þá skrifa ég samt á listann.

Það er fjöldi undirskrifta sem telur, ekki hvort allir sem rituðu undir hafi gert það með réttu nafni, gælunafni, blindraletri, eða skrifað fyrir ömmu sína vegna þess að hún er með of mikla gigt.

Hafirðu skrifað falskt nafn undir málstað sem þú ert á móti til að reyna að skemma fyrir og ófrægja, þá hefur í reynd engu áorkað, nema að hækka fjölda undirskrifta um einn, við málstað sem þú ert á móti.

Að sumir skuli vinna þannig gegn sannfæringu sinni er svo sem bara mannlegt eðli í hnotskurn. Manni finnst það samt alltaf jafn pínlegt fyrir hönd viðkomandi að hafa pissað svona illilega í skóna sína.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 07:12

15 Smámynd: Landfari

Það er alveg rétt hjá þér Guðmundur. Þetta eru svolítið öfugsnúin mótmæli hjá þeim. En ég held að nær undantekningarlaust sé þessum undirskriftum hent út því þó þú getir sett inn rugl kennitölu þá er henni hent út við yfirferð.

Landfari, 25.1.2012 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur Björn Ólafsson
Ólafur Björn Ólafsson

Er fullveldissinni og þar af leiðandi á móti því að setja fullveldi þjóðarinnar í hendur bjúrókratanna í Brussel. Þessi síða er sett fram með mínum skoðunum um menn og málefni, ef þú lesandi góður finnur hjá þér þörf til að skjóta á mig þá skal hafa í huga að skot skulu eingöngu á mig og mínar skoðanir, engann annan aðila í minni fjölskyldu annars sé ég mig knúinn til að ritskoða og mér er ekki vel við það. með von um góða hegðun á spjalli mínu

Ólafur B Ólafsson, Kaldi

kaldi@lognid.is http://www.kaldi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband